Saga - 1984, Page 326
324
RITFREGNIR
Loftur Guttormsson: BERNSKA, UNGDÓMUR OG
UPPELDI A EINVELDISÖLD. Tilraun til félagslegrar og
lýðfræðilegrar greiningar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 10.
bindi. Ritstjórijón Guðnason. Rvík 1983. 238 bls.
Á undanfornum árum hefur talsvert unnist í þá átt að færa út landamæri
íslenskra sagnfræðirannsókna. Þetta hefur annars vegar verið gert með því að
taka til rannsóknar viðfangsefni sem áður höfðu að mestu orðið útundan í
íslenskri sagnaritun og hins vegar með endurskoðun og endurmati á ýmsum
þáttum og tímabilum í sögu þjóðarinnar. Þá hafa sagnfræðingar beitt öðrum
rannsóknaraðferðum en áður og leitað svara við spurningum sem fræðimenn
fyrri tíðar spurðu ekki við könnun heimilda sinna. Fullyrða má að á síðasta ári
hafi einkum tvö rit íslenskra sagnfræðinga miðað að þessu, doktorsrit Gísla
Gunnarssonar, Monopoly Trade and Economic Stagnationog það rit sem hér
skal unt fjallað, rit Lofts Guttormssonar, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveld-
isöld.
Þrátt fyrir að hér á landi hafi varðveist óvenjugóðar heimildir um mann-
fjöldaþróun allt frá 18. öld hafa íslenskir sagnfræðingar til skamms tíma verið
heldur sinnulitlir um fólksfjöldasögu, eða lýðfræði.eins og Loftur Guttorms-
son kýs að kalla það fræðasvið, sem nefnt er demógrafía á erlendum málum.1 2 Á
síðustu árum hefur orðið nokkur breyting á þessu hérlendis, einkum með
rannsóknum þeirra Helga Skúla Kjartanssonar, Gísla Gunnarssonar og Lofts
Guttormssonar. Niðurstöður þessara rannsókna hafa til þessa verið settar fram
í ritgerðum og Qölritum,3 þannig að segja má að rit Lofts sé raunverulega hið
1. Gísli Gunnarsson: Monopoly Trade and Economic Stagnation. Studies in the
Foreigti Trade oflceland 1602-1787. Skrifter utgivna av Ekonomisk-histor-
iska föreningen i Lund.Vol. XXXVIII. Lund 1983 [1983aj. 1
2. Helgi Skúli Kjartansson hefur gagnrýnt notkun hugtakanna „lýðfræði
og „söguleg lýðfræði" í ritfregn í Sögu XVIII, 1980, bls. 368, vill fremur
nota hugtökin „fólksfjöldasaga" og „fólksíjöldafræði". Ég er um margt
sammála Helga Skúla um þetta atriði, en nota hugtakið „lýðfræði" í þess-
ari grein til samræmis við hugtakanotkun Lofts.
3. Hér skal einungis getið nokkurra ritgerða ofantalinna manna, sem birst
hafa á erlendum málum, og ekki er víst að lesendur Sögu þekki til:
a) Gfsli Gunnarsson: Fertility and Nuptiality in Iceland’s Detnographic History.
Meddelande frin Ekonomisk-historiska institutionen Lunds Universitet,
nr.12, 1980. The Sex Ratio, the Infant Mortality and Adjoining Social Re-
spotise in Pre-Transitional Iceland. Meddelande frán Ekonomisk-historiska
institutionen Lunds Universitet, nr. 32 1983 [1983bj.
b) Helgi Skúli Kjartansson:„The Onset ofEmigration from Iceland“, Atnert-
can Studies in Scandinavia. Vol. 9, nos. 1-2, 1977. „Emigrant Fares and