Saga - 1984, Síða 329
RITFREGNIR
327
fram og ræddar með tilliti til hinnar sagnfræðilegu umræðu sem staðið hefur
um þetta fræðasvið undanfarinn einn og hálfan áratug eða svo. Þetta skiptir í
sjálfu sér ekki miklu máli fyrir rit Lofts, en í ritinu er hins vegar að finna greinar
rftir menn sem Loftur vísar mjög til, svo sem PeterLaslett ogJ. Hajtial, þar sem
fyrri kenningar þeirra og rannsóknarniðurstöður eru endurskoðaðar og/eða
settar fram á nýjan hátt.
Mestum hluta bókar sinnar (bls. 63-206) ver Loftur til að setja fram og ræða
niðurstöður rannsókna sinna á bemsku, ungdómi og uppeldi í íslensku samfé-
lagi einveldisaldar. Hér byggir Loftur einkum á tveimur meginrannsóknarað-
ferðum, lýðfræðilegri og „hugarfarssögulegri". Hann notar tölfræðiheimildir,
einkum úrvinnslu úr manntölunum 1703 og 1801, til að afla upplýsinga um
ýmislegt er lýtur að aldursflokkaskiptingu þjóðarinnar, hjúskaparaldri, heim-
ilisstærð o.s.frv. Frekari upplýsingar um þessi og skyld atriði sækir hann í
prestþjónustubækur og sóknarmannatöl. Þá notar hann Skýrslur um lattdshagi á
íslandi og rit Hagstofu íslands til að afla fjölþætts fróðleiks um fæðingartölur,
kynjahlutfoll, hjúskapartíðni, ungbarnadauða, hlutfall ekkla og ekkna af
búandi fólki o.fl. Það er eðlilegt í slíku brautryðjandaverki að upplýsingar um
fólksfjöldaaðstæður séu sóttar í prentaðar hagskýrslur; mestu varðar að fá yfir-
lit yfir þróun á landsmælikvarða eða í einstökum landshlutum,yfir lengra
tímabiftil að geta sett fram tilgátur og kenningar sem síðar er unnt að prófa
með staðbundnum frumheimildum, svo sem sóknarmannatölum og prest-
þjónustubókum.
Loftur kemst að því að fjölskyldan hafi að jafnaði verið stærri að meðaltali
hérlendis en í nágrannalöndunum og bendir á áhrif sambands fólksfjöldaþró-
unar og búsetuskilyrða hérlendis á 18. og 19. öld. Þar sem þorp og bæir tóku
ekki að vaxa að marki hér á landi fyrr en á síðustu áratugum 19. aldar og fjölda
býla í byggð voru settar skorður af náttúrulegum aðstæðum og veðurfari,
hlaut vaxandi fólksfjöldi að leiða til þess að heimilin stækkuðu að meðaltali;
hlutfallslega færra fólki auðnaðist að stofna til bús og barna og hjúastéttin óx
að tiltölu. Þessi þróun náði hámarki eftir að tímabili því sem rit Lofts nær til
lýkur, eða um 1880, eins og undirritaður hefur vikið að á öðrum stað.6
Á grundvelli lýðfræðilegra heimilda setur Loftur fram næsta trausta mynd af
fólksfjöldaþróun hérlendis á 18. öld og fyrri hluta hinnar 19. Hann sýnir fram
á að þótt heimili hafi að meðaltali verið nokkru stærri hér á landi en í grann-
löndunum voru mjög stór heimili (yfir 8 heimilismenn) ekki ýkja algeng hér á
landi á 18. öld (18,9% allra heimila samkv. manntalinu 1703, sbr. töflu 8, bls.
98). Á flestum heimilum var einn eða fleiri heimilismenn óvandabundnir
hjúskaparfjölskyldunni, oftast vinnuhjú og/eða niðursetningar. Ungbarna-
6. Gísli Ágúst Gunnlaugsson: „Den islándska familjen 1801-1930“, í Fami-
lien iforandringpd 1800- og 1900-talet. Forelöbig rapport for det XIX. Nor-
diske historikermöde. Historisk institut, Odense universitet 1984