Saga - 1984, Page 330
328
RITFREGNIR
dauði var mikill, og meiri á fyrsta aldursári en á þeim svæðum í ná-
grannalöndunum, þar sem brjóstagjöf tíðkaðist ekki fremur en hér.7 Kynja-
hlutfoll voru með þeim hætti að mun færri karlar en konur voru í árgöngum á
„besta giftingaraldri", þannig að tiltölulega fleiri konur en karlar urðu að sæta
því að giftast aldrei. „Við 50-54 ára aldur hafa upp undir 3/4 hlutar karla ein-
hvern tíma gengið í hjónaband en ekki nema 3/5 hlutar kvenna; er þetta þó sá
aldursflokkur þar sem hlutfall „giftra", bæði karla og kvenna, hefur náð sama
hámarki" (bls. 107).
Athugun á þessum lýðfræðilegu þáttum íslensks samfélags 18. og 19. aldar
er að sjálfsögðu nauðsynleg í riti af þessu tagi. Vart verður hjá því komist að
ræða um bernsku og ungdóm í ljósi fólksfjöldaaðstæðna og formgcrðar þjóð-
félagsins. Sagnfræðingur getur líka naumast fjallað um uppeldi án þess að taka
tillit til þeirra félagslegu aðstæðna sem marka í senn markmið og framkvæmd
uppeldisins. Að nokkrum atriðum má þó finna í lýðfræðilegri umfjöllun Lofts.
Þannig skýrir hann ástæðu þess að karlar voru 8-10% færri en konur í aldurs-
flokkunum frá 20-49 ára á svipaðan hátt og ýmsir á undan honum, t.a.m.
Hannes Finnsson, eða með skírskotun til þess að hinar tíðu slysfarir, „einkum
við sjósókn, hafa átt drjúgan þátt í hinni háu dánartíðni karla á besta aldri“ (bls.
114). Vitaskuld átti slysatíðni þátt í hárri dánartíðni karla í þessum aldurs-
flokkum, en hún ein nægir ekki til að skýra hin skökku kynjahlutföll, eins og
Gísli Gunnarrson hefur nýlega bent á.8 Gísli skýrir þennan mismun á fjölda
kynjanna annars vegar með hinni háu dánartíðni á íslandi, þar sem konur hafi
almennt verið lífseigari en karlar og hins vegar með því að þessa munar hafi
þegar tekið að gæta í yngstu aldursflokkunum; fleiri sveinar hafi látist en meyj-
ar: „the sex ratio anomaly was already well pronounced during childhood,
especially when we consider the natural birth surplus of male infants."9 Hinn
mikli ungbarnadauði bitnaði harðar á sveinum en meyjum, þannig voru 933
sveinbörn á mód hverjum 1000 meybörnum í aldursflokkunum 0-9 ára árið
1703 og 875 á móti 1000 í aldursflokkunum 10-19 ára.10 Hinn mikli munur á
fjölda kynjanna í hverjum aldurshópi var því ekkert sérstakt einkenni á aldurs-
flokkunum 20-49 ára.
Um áhrif kynjahlutfallanna á hjónabandsmöguleika fólks farast Lofti svo
orð: „að tíðar endurgiftingar ekkna hafa þrengt möguleika „yngismeyja" til að
komast í hjónaband og stuðlað þar með óbeinlínis að hinu-einstaklega háahlut-
falli ógiftra kvenna hérlendis“ (bls. 118). Þetta kann út af fyrir sig að vera rétt
7. Um þetta atriði hefur Loftur fjallað ítarlega í langri grein, „Barnaeldi,
ungbarnadauði og viðkoma á íslandi 1750-1860“ íAtlwfn ogorð. AJmcslisrU
helgað Matthíasi Jónassyni. Rvík 1983, bls. 137-170.
8. Gísli Gunnarsson, op.cit. 1983b.
9. Ibid, bls. 4.
10. Ibid. bls. 5.