Saga - 1984, Side 331
RITFREGNIR
329
athugað, en því má ekki gleyma sem Loftur bendir réttilega á sjálfur, að það var
algengara „að ekklar gengju aftur í hjónaband en ekkjur - og um leið að þeir
gengju að eiga yngismeyjar" (bls. 116). Á fimmta áratug 19. aldar voru ekklar
18% brúðguma og ekkjur 14,6% brúða. Af öllum hjónaböndum 1850-1855
námu hjónabönd ekkla og ekkna innbyrðis 8,5%. Hafi hlutfallið verið hið
sama á fimmta áratugi aldarinnar hafa 9,5% allra hjónabanda verið milli ekkla
°g „yngismeyja", en 6,1% milli ekkna og „yngismanna" (bls. 116, nmgr. 74;
hugtökin „yngismeyjar" og „yngismenn“,notuð mjög frjálslega hér og án
aldursmarka, þýða raunverulega ógift fólk, en eru notuð til samræmis við
hugtakanotkun Lofts hér að framan). Þannig má segja að giftingartíðni ekkla
og ekkna hafi heldur verið yngismeyjum en yngismönnum í vil. Það er og ljóst
að tíðar endurgiftingar fólks af báðum kynjum gátu leitt til ákveðinnar keðju-
verkunar, þótt Loftur ræði það atriði ekki sérstaklega, þ.e. að yngismenn gift-
ist ekkjum, verði ekklar og giftist þá yngismeyjum er verði ekkjur og giftist
yngismönnum og svo þannig af kolli.
1 tengslum við umfjöllun sína um „Meðhöndlun barna og aldursflokkun á
íslandi" víkur Loftur ítarlega að ungbarnadauða og ástæðum hans. Um þetta
efni hefur hann fjallað nánar á öðrum stað." Loftur telur helstu orsakir ung-
barnadauðans, sem var hlutfallslega mun meiri hér á landi en í nágrannalönd-
unum, hafa verið brjóstagjafarleysið, kúamjólkurgjöf og aðra eldishætti.svo
og almenna meðferð kornabarna. I sambandi við skírn hvítvoðunga finnst mér
að Loftur mætti kveða fastar að orði en: „Má nærri fara um að á þessum kirkju-
ferðum í misjöfnu veðri hafi hvítvoðungarnir týnt eitthvað tölunni - og það
því fremur sem leiðin lá oftast áfram úr kirkju heim til Ijósmóðurinnar eða þess
sem tók við nýburanum" (bls. 145). Um miðja 19. öld kom upp talsverð
umræða um nýburaskírnir milli fulltrúa í stjórnardeildum konungs í Kaup-
tnannahöfn og embættismanna hér á landi. Orsök þessa var sú aðJetisen, læknir
á ísafirði, ritaði árið 1844 bréf til heilbrigðisráðsins þess efnis að kirkjuskírn
uýbura yrði mörgum þeirra að aldurtila. Rakti hann hvernig nýfædd börn
voru, svo til þegar eftir fæðingu, færð til skírnar í sóknarkirkjum foreldranna,
jafnvel þótt langt væri til kirkju og þá í engu skeytt um veður. í tilefni afskýrslu
Isknisins og umkvörtunum urðu nokkur bréfaskipti milli yfirvalda hérlendis
°g í Kaupmannahöfn um þetta atriði, og eru þau bréf varðveitt í Þjóðskjala-
safni. Meðal þeirra sem um þetta málefni rita er Helgi Thordersen biskup.
Hann segir að með „Forordning om adskilligt, som i Henseende til Daaben
hliver at iagttage" frá 1828 hafi kirkjuskírn hvítvoðunga færst verulega í vöxt,
þótt hann persónulega telji tilskipunina ekki í gildi á Islandi.12 Þetta mál varð
t,l þess að yfirmenn kansellísins rituðu bréf til stjórnvalda hérlendis þess efnis
11 ■ Loftur Guttormsson, op.cit. 1983.
12. Skjöl þessi eru varðveitt í Þjskjs. Kansellískjöl, KA 168, 169 og 171.