Saga - 1984, Side 332
330
RITFREGNIR
að skylt væri að aðvara presta um hættuna sem því fylgdi að færa börn til
skírnar í kirkju þegar eftir fæðingu þeirra.13
Um uppeldi barna og ungdóms fjallar Loftur mjög rækilega, enda er það eitt
meginviðfangsefni rannsóknar hans. Hann kannar löggjöf um uppfræðslu-
skyldu húsfeðra og kirkjunnar þjóna, húsaga og refsingar. Umfjöllun hans um
þetta efni er að mínu viti mjög rækileg og traust. Hér notar hann allmarga
heimildarflokka, svo sem lög og reglugerðir, prestþjónustubækur og sóknar-
mannatöl, manntöl, kveðskap, endurminningar og ævisögur.
Hið opinbera eftirlit með uppfræðslu barna og ungdóms var nær einvörð-
ungu bundið við kristindómsfræðslu sem hvort tveggja fór fram á heimilum
og í sóknarkirkju. Veruleg breyting varð á uppfræðslumarkmiðum og
-aðferðum um miðja 18. öld í kjölfar landvinninga heittrúarstefnu (píetisma) í
ríkjum Danakonungs. Sér þessa glögg merki í löggjöf á tímabilinu. í stað þess
að uppfræðsla var áður miðuð við andlausan utanbókarlærdóm, oft án lestrar-
kunnáttu nemandans, var eftir miðja 18. öld lögð rík áhersla á að börn og ung-
dómur lærðu að lesa og gætu dregið ályktanir (lærdóm) af kennsluefninu, sem
eftir sem áður var lúthersk fræði.
I tenglsum við þessa umfjöllun ræðir Loftur rækilega refsingar og húsaga,
markmið hans og framkvæmd, auk þess sem hann fjallar ítarlega um aldurs-
skiptingu fólks á einveldisöld. Eftirtektarverðast í því sambandi er hinn mikli
munur á aldursviðmiðum,hvað ungdóm snertir,á milli Hóla- og Skálholts-
biskupsdæmis. í Skálholtsbiskupsdæmi náði eftirlit með uppfræðslu ungdóms
jafnvel til fólks sem komið var hátt á fertugsaldur, en í Hólastifti virðist fólk
ekki hafa flokkast til aldurshópsins „ungdómur" lengur en til liðlega tvítugs. I
rannsókn Lofts kemur einnig fram að umtalsverður munur var á fermingar-
aldri í biskupsdæmunum tveimur. í Hólabiskupsdæmi fermdust 66,9% á aldr-
inum 14-16 ára árin 1744-1756, 10,8% á aldrinum 17-19 ára og 1,5% á aldrin-
um20-22ára. í Skálholtsstiftifermdusthins vegar47,4% áaldrinum 14-16ára,
31,5% áaldrinum 17-19áraog8,4% 20-22ára. Fermingin virðistívitundfólks
á þessum tíma ekki hafa markað jafn ákveðin aldursskil og hún gerir í dag.
Hugtakið „unglingur" var og ekki til í málinu í þeim skilningi sem það er notað
í dag.
Loftur bendir réttilega á að viðhorf foreldra til barna hafi verið önnur á ein-
veldisöld en í dag. Vitaskuld er erfitt að leggja mat á svo huglægt atriði, og þótt
heimildarflokkarnir sem höfundur notar beri ríkjandi þjóðfélagsviðhorfum
ugglaust vitni, veita þeir enga tæmandi vitneskju um rannsóknarefnið. Ævi-
sögur og endurminningar voru ekki nándar nærri eins fyrirferðarmikil bók-
menntagrein á 18. öld og fyrri hluta hinnar 19. og síðar hefurorðjð. Þessi teg-
und heimilda er ávallt mjög vandmeðfarin, ekki síst þegar leggja á heimildar-
fræðilegan dóm á umfjöllun sjálfsævisagnahöfunda um bernsku sína. Eins og
Loftur bendir á er bernskunni þá lýst eins og höfundur endurlifir hana á full-
13. Lovsamlingfor IslandXlU, Kh. 1866. bls. 579-581.