Saga - 1984, Page 336
334
RITFREGNIR
Björns, sem telur og að þeir hafi verið farmenn miklir og selt vaðmál og tann-
vöru í útlöndum. Ekki er ég sammála öllu í grein Björns en tel illan kost að
hafna Landnámu alveg, þykir sýnu vænlegra að reyna að vinna með það sem
manni finnst sennilegast og sækja sem víðast til fanga í athugunum og saman-
burði.
Guðlaugur R. Guðmundsson á grein sem nefnist Lýsing Skildinganesjarðar.
Hér er fyrst og fremst lýst örnefnum í landi Skildinganess en með flýtur þó lýs-
ing jarðarinnar úr jarðabók Árna og Páls og er mér óljóst hvað höfundur ætlast
fyrir með þessu. Greininni fylgja tvö frumunnin kort og átta ljósmyndir. Hér
er td. ljósmynd af landamerkjasteini í Öskjuhlíð sem fáir munu vita um en
ártalið 1839 er ma. klappað í hann og sést vel á myndinni. Því miður er hér ekki
nógu vel staðið að verki, greinin er heldur flaustursleg og fremur illa unnið úr
efninu. Á bls. 41 segir að Skildinganes hafi orðið konungseign árið 1556 en a
bls. 42 segir það væri árið 1616. Sagt er frá örnefnum og miðað við þau eins og
þau séu alþekkt þótt ekki hafi verið minnst á þau áður, sbr. Seljamýri (bls. 42)
og Austurbærinn (bls. 59). Sagt er að með fylgi kort sem sýni landskika við
Fossvog sem deilt var um á f.hl. 19. aldar (bls. 43) en ég get ekki fundið kortið
né séð að þetta sé auðkennt á kortunum sem með fylgja. Myndatextar eru
sumir óglöggir (bls. 48, 62) og aðrir (bls. 47, 55, 61) í ósamræmi við megin-
texta enda má vera að sumt í þeim sé prentvillur en þær og ritvillur alls kyns hef
ég talið yfir 60 í greininni, þar af 36 í kaflanum sem tekinn er úr jarðabókinni.
Hér er ritnefnd sek að hluta. Það er hins vegar frekar mál höfundar að lítið skuli
vera stuðst við frumgögn, birtar eru endursagnir Klemensar Jónssonar ur
landamerkjaskjölum þótt sjálfsagt hefði átt að vera að leita í frumgögn. Stuðst
er við tvær örnefnalýsingar sem varðveittar eru á Örnefnastofnun en ekki eru
sögð nein deili á heimildarmönnum þeirra. Allar aðfinnslur mínar hingað til
lúta að atriðum sem auðvelt hefði átt að vera að laga í frágangi. Verra er að
óvarkárni gætir í ályktunum og rýrir gildi kortanna. Þannig er „Víkursel undir
Undirhlíðum", eins og það nefnist í jarðabók Árna og Páls (III, 262) hiklaust
sett undir Öskjuhlíð á meðfylgjandi korti. Orðalag íheimildinni bendir þó ein-
dregið til að það hafi ekki verið í Víkurlandi. Klemensjónsson telur helst koma
til greina að það hafi verið uppi í Seljadal (Saga Reykjavíkur I, 9). Á þeim
slóðum áttu Nes og Effersey sel og vitnisburður Skólameistarasagna bendir til
sömu slóða um Víkursel. Hér væri þá ekki átt við Undirhlíðar hjá Krýsuvíkur-
vegi. Hitt er annað mál að Víkurkirkja (mislesið af GRG) hefur átt sel undir
Öskjuhlíð sem Hlíðarhúsabændur hafa notað um 1800 og fyrr. Ekki virðist
vera önnur heimild um örnefnið Undirhlfðar en ofangreind jarðabók Árna og
Páls en það er samt fært á kort undir Öskjuhlíð án spurningarmerkis.
Getið er um Villíusarminni, öðru nafni Björnshól, hjá Hjarðarhaga við
Suðurgötu, þar sem Villíus kaupmaður á að hafa haldið vinum sínum „kveðju-
samsæti" á haustin, samkvæmt örnefnalýsingu einni á Örnefnastofnun. Her
hefur Guðlaugi yfirsést, eins og gerist og gengur, að Klemensjónsson segir fra