Saga - 1984, Blaðsíða 337
RITFREGNIR
335
>,Wellejus Minde“ í Sögu Reykjavíkur, hermir það hafi verið minnisvarði sem
Wellejus kaupmaður reisti sér en nefnir ekki samsæti (I, 161).
Eins og kunnugt er eru Hjónagarðar svonefndir í Skildinganeshólum. Eftir
þeim gögnum sem Guðlaugur leggur fram í grein sinni var Björnshóll (Villíus-
arminni) við Hjarðarhaga ekki einn af Skildinganeshólum en hins vegar var
Skyggnishóll talinn nyrstur þeirra. f þriðja lagi kemur fram að markasteinn
tneð áletrun, ma. 1839, hafi veriðsuðaustastíSkildinganeshólum. Steinninner
horfinn en Guðlaugur nefnir ekki að hann mun vera sá sem er að fmna með
áletruninni 1839 í Árbæjarsafni. Guðlaugur bregður á það ráð að gera allt eitt,
Björnshól (Villíusarminni), Skyggnishól og stað markasteinsins (sbr. myndar-
texta á bls. 50). Ég get ekki séð að gögnin leyfi þetta, Björnshóll getur ekki tal-
ist vera „suðaustast" í Skildinganeshólum.
Sú tilgáta hefur komið fram að jökulsorfnu klappirnar hjá Hjónagörðunum
séu skildingarnir sem Skildinganes er nefnt eftir. Annað nafnform er reyndar
Skjöldunganes og hefði Guðlaugur mátt nefna þetta.
Þótt tilefni til að finna að séu ærin finnst mér fengur að grein Guðlaugs og
hvet hann til að birta meira af sams konar efni með uppdráttum og ljósmynd-
um, þó að því tilskildu að betur sé unnið úr efninu.
Steingrímur Jónsson á hér grein sem nefnist Frá Reykjanesi til Reykjavíkur.
Fyrstu vitarnir við Faxaflóa. Hér segir reyndar líka frá fyrsta vita á Dalatanga.
Steingrímur bendir á að vitamálin séu gott dæmi um þá „hálfgildings óreiðu"
sem ríkt hafi eftir lausn fjárhagsmálsins á árunum 1871-75. Því miður reifar
Steingrímur þessi mál ekki í niðurlagskafla, hann er enginn. Margt er hér fróð-
legt en rakningar eftir heimildum of ýtarlegar að mínu mati. Einkum virðist
óþarfi að birta í heild skjöl og frásagnir um gerð og smíði fyrsta vitans á
Reykjanesi, um það bil fimm síður, svo og auglýsingar um hæð og sjónarlengd
vita. Endursagnir hefðu átt að duga því að mjög lítið er lagt út afþessu efni. En
þarna liggur efnið fyrir handa þeim sem vilja td. bera saman gerð íslenskra vita
á s.hl. 19. aldar við erlenda vita á sama tíma eða nútímavita innlenda. Margar
uiyndir prýða greinina og eru mjög vel valdar og fróðlegar en upplýsingar
vantar alveg um höfunda þeirra og heimildir myndatexta.
Tvær vísitasíugjörðir biskups, Sigurbjörns Einarssonar, eru birtar, báðar frá
árinu 1971, önnur fyrir Garðakirkju á Álftanesi og er fróðleg um endurreisn
kirkjunnar árin 1953-66, hin um Bessastaðakirkju og er þar ma. lýst gluggum
kirkjunnar sem eru með steindu gleri og sýna atriði úr kirkjusögu. Það er vel
fil fundið að birta slíkar vísitasíugjörðir, td. gott að hafa þær við höndina þegar
undirbúnar eru skoðunarferðir í kirkjur.
Björn Pálsson birtir greinina Kálfatjarnarsókn á 19. öld. Hann beinir einkum
athygli að þeirri miklu fólksfjölgun sem hér varð á þriðja fjórðungi 19. aldar,
telur að hana eigi að skýra með aðflutningi öreiga á þessum tíma fjárkláða,
kólnandi veðráttu og offjölgunar í sveitum og spyr hvort ekki eigi að tengja
saman ódýrt vinnuafl og upphaf stórútgerðar (skútuútgerðar) við Faxaflóa á