Saga - 1984, Page 338
336
RITFREGNIR
umræddu tímabili. Björn birtir bréf frá árinu 1863 þar sem fram kemur að
fjögur þilskip, 14 1/2, 16 1/2, 2 1/2 og 4 1/2 lest voru gerð út á Ströndinni, í
Vogum og Njarðvíkum árið 1863 og bendir sérstaklega á að Geir Zoéga og
félagar hafi ekki eignast skútuna Fanný, 13 1/2 lest, fyrr en árið 1866. Björn
vitnar til Magnúsar Jónssonar en hann ritar að bændur í Njarðvíkum, Vogum
og á Vatnsleysuströnd á f.hl. 19. aldar hafi gert út þilskip og segir að útgerð
smáskipa (smárra þilskipa) hafx aldrei fallið niður þar (frá tíð Bjarna Sívertsens)
„þótt ekki sé beinlínis talið til skútuútgerðar." (Saga íslendinga IX, 1, 339).
Sjálfur hef ég rekist á allmiklar heimildir á Þjóðskjalasafni um útgerð smáþil-
skipa við Faxaflóa frá maí til ágúst árin 1814-29. Auk Bjarna Sívertsens koma
einkum við þessa sögu Jón Sighvatsson í Ytri Njarðvík, sem gerði út jaktina
Njarðuík, 8 1/2 lest, Jón Daníelsson í Stóru Vogum, sem gerði út jaktina Wil-
lingen, 91/2 lest, Steingrímur og Jörundur í Hliði á Álftanesi sem gerðu út jakt-
ina Anne Sophie, 12 1/2 lest, frá Hafnarfirði, og svo má nefnajaktina Reykjavík,
91estir, sem var gerð út frá Reykjavík 1816og 1817 ogenn 1821 en fráNjarðvík
1822, eftir að Jón Norfjörð eignaðist hana. Ég get ekki séð að þessi skip hafi
verið neitt frábrugðin skipum Bjarna Sívertsens og Fanný þeirra Geirs og
félaga var svipaðrar stærðar og gerð út að sumarlagi líka. Hér er margt að
kanna.
Björn birtir mikið af töflum og er þar rúmfrekust búnaðarskýrsla frá árinu
1850, hér um bil þrjár síður með þéttu letri. Þetta finnst mér ofrausn enda
kemur ekkert fram um það að treysta megi skýrslunni. Hver tók hana saman
og hvernig kemur hún heim við skýrslur fyrir árin næst á undan og eftir? Þessu
svarar Björn ekki en benda má á búnaðarskýrslur fyrir Reykjavík til saman-
burðar, þær eru oft heldur grunsamlegar og líklega verið kastað til þeirra hönd-
unum á stundum.
Þá birtir Björn heil jarðatöl á fjórum síðum en notar þau lítið og er sama að
segja um þetta og svipað heimildasafn í grein Steingríms Jónssonar.
Rétt er að benda á að kort með greinum þeirra Bjarna Þorsteinssonar og
Pálssonar á bls. 26 og 100 hafa víxlast.
Niðurlagskafli Björns þykir mér mjög góður og vænti þess að hann reyni í
náinni framtíð að svara þeim spurningum sem hann ber fram þar og drepið var
á hér framar.
Þá er að nefna fyrirlestur Sighvats Bjarnasonar frá árinu 1922 en hann nefnist
Vershmarlíftð í Reykjavík nm 1870. Mér þykir mikill fengur að honum og spái
því að hann eigi eftir að reynast mörgum notadrjúgur. Sjálfur þekki ég ekki
betri skrif um reykvíska verslun á 19. öld en vil þó ekki varpa neinni rýrð á ág*c
skrif Björns Björnssonar í Þáttum úrsögu Reykjavíkur (1936). Haraldur Hannes-
son ritar formálsorð með fyrirlestri Sighvats og segir þar ma.: „Nokkrum
skýringum hef ég bætt inn í hér og þar en vonast þó til að hafa ekki með þvx
spillt frásögn höfundar." Mér er óljóst hvað þetta merkir en fyrir aftan fyrir-
lesturinn eru prentaðar með smáu letri allmiklar skýringar. 1 fyrirsögn segir að
skýringar séu eftir Harald og Bergstein Jónsson. Slæmt er hafi Haraldur bsett