Saga - 1984, Page 339
RITFREGNIR
337
inn í megintextann óauðkenndum skýringum. Smáletursskýringarnar lýsa
mikilli þekkingu og kemur því á óvart að lesa að Sjóbúð, hús Geirs Zoéga, hafi
verið flutt í Árbæjarsafn en það er rangt.
Sextán myndir, vel valdar og skýrar, eru birtar með fyrirlestrinum og fylgja
ýtarlegir myndatextar. Þetta er til fyrirmyndar en hitt verra að hvergi er getið
um uppruna myndanna og höfunda né um heimildir myndatexta. Á þetta
reyndar líka við um myndir í grein Steingríms Jónssonar eins og áður gat og
stendur vonandi til bráðra bóta.
Landnámið er fagurt rit og myndarlegt. Sumar greinanna hefðu greinilega
þurft betri úrvinnslu og meiri yfirlegu. Eins hefði í sumum greinanna þurft að
gera textann læsilegri en hann er og það verður að segjast að prentvillur eru
alltof margar í flestum greinanna. Ég þykist vita að þetta standi allt til bóta og
get ekki annað en viðurkennt að ritið sé, þrátt fyrir nokkra hnökra, bæði gagn-
legt og eigulegt.
Helgi Þorláksson
Jón R. Hjálmarsson. AF SPJÖLDUM SÖGUNNAR. 16
þættirfrá síðariöldum. Útg. Suðurlandsútgáfan, Selfossi 1983.
207 bls.
Allir þeir, sem fengizt hafa við sögukennslu í grunnskólum og framhalds-
skólum hér á landi á undanfornum árum, hafa fundið sárlega til þess, hve mikill
skortur hefur verið á hentugu ítarefni til notkunar við kennsluna. Flestir kenn-
arar hafa með sjálfum sér fundið þörfina á breýttum og bættum kennsluhátt-
utn, auk þess sem ýmiss konar kerfisbreytingar í skólamálum hafa knúið á um
slíkt. Ýmsir kennarar hafa lagt á sig mikla vinnu til að reyna að svara kröfum
tímans í þessu efni, en einstaklingsframtak áhugasamra kennara dugar hér
skammt; miklu meira þarf að koma til, ef unnt á að vera að breyta núverandi
ófremdarástandi í þessum efnum til batnaðar. Með hliðsjón af því, sem hér
hefur verið sagt, er ástæða til að fagna því, aðJón R. Hjálmarsson fræðslustjóri
sendi á síðasta ári frá sér nýja bók, sem einmitt er hugsuð sem ítarefni í sögu
fyrir skólanemendur fyrst og fremst. Hér er átt við bókina Af spjöldum sögunn-
ar, sem hefur að geyma sextán þætti úr sögu síðari alda. Jón hefur öðrum
fternur lagt sig eftir að semja rit af þessu tagi, og hafa áður komið frá hans hendi
þtjár bækur svipaðrar gerðar. Hin fyrsta var samnefnd bók þeirri sem hér er
gerð að umtalsefni, og kom hún út árið 1969. Árið 1972 kom svo út bókin
Frcegir menn ogfornar þjóðir og árið 1982 Af spjöldum sögunnar. 16 þættirfrá stein-
öld ogfornöld. Tvær fyrsttöldu bækurnar höfðu að geyma samtals 42 þætti um
fr®ga menn, fornar þjóðir og mikla atburði. Það einkenndi báðar þessar
b*kur, að efni þeirra spannaði tímabilið frá því á fyrri hluta fyrsta árþúsundsins
22