Saga - 1984, Qupperneq 340
338
RITFREGNIR
fyrir Krists burð (Föníkar, Etrúrar, Stórveldi Persa) og fram á síðari hluta 19.
aldar (Borgarastyrjöldin í Bandaríkjunum, Charles Darwin og þróunarkenn-
ingin, Karl Marx og jafnaðarstefnan), en þungamiðjan var þó viðfangsefni fra
fornöld, miðöldum og upphafi nýaldar. í þriðju bókinni birtust eingöngu
þættir frá steinöld og fornöld svo sem undirtitill hennar ber með sér. Birtust
níu þeirra fyrst á prenti í þessari bók, en sjö voru teknir úr eldri bókunum
tveimur. Ég hygg, að það sé rétt og skynsamleg stefna, sem höfundur tekur
þar, að safna saman á bók þáttum, sem saman eiga í tíma; með því skapast meiri
samfella, betra samhengi og jafnvel drög að heildarmynd yfir ákveðin við-
fangsefni, þegar bezt lætur. Sama stefna ríkir í nýjustu bókinni, sem nú skal
lítillega gerð að umtalsefni. Eins og áður segir hefur bókin að geyma sextán
þætti frá síðari öldum og er þáttunum raðað í tímaröð. Spanna þeir tímabilið
frá því á 14. öld (Sjálfstæðisbarátta Svisslendinga og Vilhjálmur Tell) og fram
á 20. öld (Aðdragandi heimsstyrjaldarinnar síðari). Segja má, að höfundur geri
með efnisvali sínu nokkra tilraun til að ná fram þeirri samfellu og draga upp þa
heildarmynd, sem áður var getið. Kemur það annars vegar fram í þremur
þáttum um landafundina miklu (Hinrik sæfari - frumkvöðull landafundanna
miklu, Sjóleiðin til Indlands, Kristófer Kólumbus), en hins vegar í umfjöllun
höfundar um iðnbyltinguna í Englandi og afleiðingar hennar, einkum þo
ýmsar tækninýjungar, sem af henni leiddi (þættirnir Iðnbyltingin í Englandi,
Gufuafl og gufuskip, Upphaf eimlestarferða, Á morgni bílaaldar og í árdaga
flugsins). Þættirnir um landafundina bera þess nokkur merki að vera ekki allir
samdir sérstaklega fyrir þessa bók, því að þar ber nokkuð á endurtekningum,
sem heldur eru til lýta. Þættirnir um iðnbyltinguna og áhrifhennar mynda hins
vegar mjög samstæða heild, og er fengur að þeim.
Síðasti þátturinn í bókinni, sá um aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari, er
önnur tveggja lengstu frásagnanna. Þykir mér hann bezti þáttur bókarinnar.
Lengdin gefur höfundi meira svigrúm í umfjöllun sinni en oft ella og tekst
honum að gera skilmerkilega grein fyrir flókinni atburðarás þessara ára. Jafn-
framt situr hlutlægni yfirleitt í fyrirrúmi við mat á mönnum og málefnum.
Spurningin er, hversu strangar færðilegar kröfur er unnt að gera til frásagna
af þessu tagi. Ljóst er, að ýmis þau heimildarit, sem höfundur getur, eru
nokkuð komin til ára sinna, og hefði hann að ósekju mátt leggja meiri áherzlu
á að afla sér fleiri nýrra bóka til að styðjast við. Efnismeðferðin ristir heldur
ekki djúpt, frásaga situr í fyrirrúmi, umfjöllunin gjarnan tengd persónu ákveð-
inna einstaklinga, en of lítið gert af því að velta upp vandamálum, varpa fram
álitamálum eða draga fram mismunandi skoðanir eða túlkanir ólíkra fræði-
manna.
Það, sem undirrituðum þykir öðru fremur gagnrýnisvert við bókina, er,
hve höndum virðist hafa verið kastað til ytri frágangs á frásögnunum; próf-
arkalestur er slakur, því að prentvillur eru margar, og ýmiss konar ónákvæmni
og misræmis gætir í textanum. Þetta tel ég mjög miður, sérstaklega þegar haft
er í huga hvaða hlutverki bókinni er ætlað að gegna. Það hefur hreint ekki lítið