Saga - 1984, Page 351
RITFREGNIR
349
næstur þeim að fyrirferð er Hannes Finnsson biskup. Aðrir fá í sinn hlut sjö bls.
eða þaðan af minna, þ.á m. Jón Eiríksson og Baldvin Einarsson.
Geta má nærri að vandasamt hefur verið að skipta knöppu rúmi bókarinnar
milli höfunda svo að öllum líki. Það er vonlegt að verkum Magnúsar Stephen-
sens og Jóns Espólíns, jafnmikil og þau eru að vöxtum, sé gert hærra undir
höfði en öðrum í sýnisbók sem þessari; aftur á móti má halda því fram að með
því að eigna Espólín, þeim óþreytandi sagnritara, 2/5 hluta þess rúms sem var
til umráða, hafi ýmsum öðrum ekki verið sýndur sá sómi sem vert væri. Mætti
gera því skóna að Espólín hafi hér notið þess hve Ingi var honum handgenginn
fyrir.8 íhugunarvert er hvort yfirbragð bókarinnar hefði'ekki orðið fjölbreyti-
legra efönnur sýnishorn hefðu verið tekin úr ritumjóns Eiríkssonar en úr For-
spjalli að Ferðabók Ólafs Olauiusar einu saman;9 eða svo annað dæmi sé nefnt:
hefði ekki verið við hæfi að gefa sýnishorn af sagnritun Þorsteins Péturssonar
prófasts á Staðarbakka? Eins og upplýsingarskeiðið afmarkast hjá Inga, sýnist
svo sem ekki hefði verið úr vegi að gefa heittrúarmanninum húnvetnska
orðið.10 Enda þótt efast megi um réttmæti textavalsins í einstökum atriðum,
má fullyrða að Inga hefur yfirleitt heppnast vel að framfylgja því sem fyrir
honum vakti. Sýnisbókin gefur glögga hugmynd um það hvernig lærðir menn
á íslandi hugsuðu og rituðu um sögu og samtíð sinnar eigin þjóðar og annarra,
hvers vegna þeir töldu mikilvægt að leggja rækt við fortfðina og hvernig þeir
álitu að afla mætti sæmilega áreiðanlegrar vitneskju um hana.
Það fer ekki á milli mála sem Ingi bendir á, að upplýsingaröldin er gagn-
merkt skeið í sögu íslenskrar sagnritunar. Hagsöguleg efni voru þá fyrst tekin
til rækilegrar umfjöllunar (öðru vísi en í annálsformi); fyrstu yfirlitsritin um
mannkynssögu sem ætluð voru almenningi litu þá dagsins ljós, þ.e. Halldór
Jakobsson: Chronologiae tentamen..., og Galletti: Kéttnslu-Bók í Sagna-Frœdinni
fyrir Vidvaninga. Ingi ritar:
...á engu öðru skeiði, nema þá á síðustu árum, hafa íslendingar skrifað
jafnmikið um söguspekileg efni. Og á upplýsingaröld eru samin stærstu
og viðamestu yfirlitsrit um sögu Islands sem um getur (bls. 24)."
Áhuga upplýsingarmanna á eðli og vanda sagnritunar votta rnörg sýnishorn
8. Gagnstætt því sem hefði mátt vænta færir Ingi ekki ástæður fyrir því hvers
vegna hann eignar Espólín jafnmikinn hlut í bókinni og raun ber vitni.
9 Hér er einkum átt við þátt Jóns konferensráðs í ritinu Deo, regi, patriœ, sem
hann endursamdi út frá latínutexta Páls Vídalíns. Af þessum þætti mætti
eflaust ráða ýmislegt um „söguspeki“ hins fyrrnefnda.
10 Sbr. handrit Þorsteins, Lbs. 484,4to: „Ágrip um íslands afhrapa".
11 Hér er vitanlega átt við Kirkjusögu Finns Jónssonar og Árbœkur Espólíns. Á
propos: hve lengi skyldi “söguþjóðin" þurfa að bíða þess enn að fyrrnefnda
ritið verði gefið út í vandaðri þýðingu á íslensku?