Saga - 1984, Page 352
350
RITFREGNIR
bókarinnar, einkum þau sem fengin eru úr formálum er lýsa ásetningi höf-
unda. Þannig er ljóst að FinnurJónsson lætur sér annt um áreiðanleik heimilda
sinna (bls. 58-59); og Espólín vill varast hlutdrægni, skrifa „svo fylgislaust og
sannast sem eg má ...greina ekkert ósatt viljandi" (bls. 141). Hvorttveggja er
að sönnu gamalkunnugt metnaðarmál sagnritara. Aftur á móti kveður við
nýstárlegur tónn í umfjöllun Tómasar Sæmundssonar um gagnsemi og gildi
ólíkra heimildaflokka. Líklega hefur Tómas orðið fyrstur íslendinga til að orða
á ljósan hátt (í Fyrirhuguðum inngangi Ferðabókar, bls. 183-88) muninn á leifum
og frásögnum eða með hans orðalagi, „eftirleifum...opinberum stiftunum og
smíðurn, vatnsleiðslum, kastölum, múrum, gröfum...sem bera vitni um
athafnir manna og stórvirki á liðnum tímum“ og „frásögnum þeim sem sagna-
bálkarnir innihalda" (bls. 184 og 187). í þessari flokkun sem og mati Tómasar
á gildi heimilda speglast eflaust áhrif þýska söguskólans, Rankes o. fl.12 Þannig
álítur Tómas „hin opinberu skjölog tilskipanir, ogsérílagilögin [þ.e. ritleifar]
...hina áreiðanligustu uppsprettu alls sagnafræðis", ólíkt traustari en „hinar
eiginligu sagnabækur" sem mest hafi verið lagt upp úr til þessa. Ásamt skjölum
ýmiss konar telur hann að mest gildi hafi fornleifar (,,fornmeti“); þótt þær „láti
ekki hátt og ekki skilji mál þeirra aðrir til fulls en það hafa lært, þá kunna þau
[þær] þó aldrei að ljúga" (bls. 185).
Þessi tiltölulega nútíðarlega heimildafræði Tómasar komst raunar ekki a
prent fyrr en löngu eftir að hún var rituð (eða 1947); hún er þó til marks um hve
íslenskir stúdentar komust snemma í kynni við „vísindalega" sagnfræðistefnu
19.aldar. Á þetta bendir Ingi í formála sínum. En ekki er síður athyglisvert að
í sönnum upplýsingaranda ætlaði Tómas sagnfræðinni „að grafast eftir hinuni
huldu orsökum hlutanna, sem í hinni ytri yfirlitssögu eru reglulaust leiddir
fyrir sjónir" (bls. 188). Hann sætti sig ekki við að sagnfræðin „hlaði saman
ýmsum útvortis atburðum...svo sem stríðum, kóngaregistrum og þvílíku...
Þetta stefnuatriði aðhyllist Jón Espólín að vissu marki; hann kveðst einnig hafa
viljað lýsa í Árbókunum „aldarsið og þenkingu manna eða hugarfari á hvern
öld...“ (bls. 140). Vissulega varðframkvæmdináannanveg;Árbækurnarhafa,
eins og Ingi segir „að langmestu leyti að geyma hefðbundið annálaefni, þar sem
atburðirnir eru raktir frá ári til árs“ (bls. 139).13 En með hliðsjón af því hvernig
íslensk sagnritun átti eftir að þróast áfram, fyrir áhrifrómantíkur og þjóðernis-
hyggju, er vert að halda á loft þessari upplýsingarstefnuskrá; hún sver sig í *t(:
við sagnritun evrópskra upplýsingarfrömuða á la Montesquieu og Voltaire.
In their generation, a number of writers were turning their backs on
12 Taka má undir með Inga að ekki er víst að um bein áhrif hafi verið að ræða
„frá þýzkum sagnfræðingum, jafnvel frá hinum fræga Ranke..." (bls.47),
hins vegar þarf varla að efast um óbein áhrif þeirra á Tórnas.
13 I samantekt sinni um veraldarsöguleg efni lagði Espólín, að sögn Inga,
megináherslu á stjórnmála-og styrjaldarsögu (bls. 43).