Saga - 1984, Side 356
354
RITFREGNIR
Líklega er það tilviljun að bók Tékkans Daníels Vetters um fsland varð fyrir
valinu, þegar ritröðinni var hleypt afstokkum. Tékknesk menntakona, Helena
Kadecková, var hér á ferð og flutti erindi um bókina sjálfa og höfund hennar,
merkan mann í bókmennta- og menningarsögu þjóðar sinnar. í sambandi við
þessa heimsókn hófu hjónin Olga María Franzdóttir(sem er tékknesk) og
Hallfreður Örn Eiríksson þýðingu hinnar gömlu tékknesku frásögu.
Bókin hefst á inngangi Helenu Kadecková sem er að stofni hinn sami og
fyrirlestur sá er hún flutti í Reykjavík. Á eftir fer greinargerð Helga Þorláks-
sonar sagnfræðings um efni bókarinnar og hvenær Daníel Vetter hafi komið til
íslands, en á því þótti leika nokkur vafi. Niðurstaða Helga er sú að íslandsforin
hati verið gerð 1612 eða 1613 og sé þó síðara ártalið líklegra.
Bók Vetters var gefin út á pólsku árið 1638 í Póllandi, þar sem höfundurinn
var þá pólitískur flóttamaður, og á þýsku kom hún út tveim árum síðar. Tékk-
nesk útgáfa er til frá árinu 1673, og ætla menn helst að hún sé endurprentun
eldri og glataðrar útgáfu frá svipuðum tíma og pólsku og þýsku útgáfurnar.
Bók Vetters hefur helst verið íslendingum kunn af danskri þýðingu sem
kom út 1859, en þó öllu fremur affrásögn Þorvalds Thoroddsens í Landfræðis-
sögu íslands. Dönsku þýðingunni fylgja litlu skemmri athugasemdir eftir
Sigurð Jónasson, þar sem hann lítur bókina helsti mikið frá sjónarhorni sam-
tíðar sinnar og dæmir hana því harðara en efni standa til. Þess gætir þó enn
frekar í ritgerð eftir Sigurjón lækni Jónsson sem virðist hafa steingleymt þvi
þegar hann sat við skrifborðið, að menn hugsuðu öðruvísi á seytjándu öld en
hinni tuttugustu og að jafnvel snjöllustu fjölvitringar trúðu sumu því sem
engum fáráðlingi dettur lengur í hug að taka mark á. Tími raunhyggjunnar var
enn að mestu framundan. Kemst Sigurjón að þeirri niðurstöðu að villur bókar-
innar séu svo margar og miklar, að vart verði ráðið affrásögninni, hvort Vetter
hafi nokkru sinni litið fsland eða átt þar dvöl.
Bók Vetters skiptist í tvo meginkafla. Fjallar hinn fyrri um ferðina til
íslands, dvölina þar og heimförina. Vetter og félagi hans komu á þýsku skipi
til hafnar á Snæfellsnesi, líklega í Stykkishólmi. Þaðan liggur leiðin til Þing-
valla, Skálholts og Bessastaða uns látið er í haf, sennilega úr Hólmshöfn
(Reykjavík) eða Hafnarfirði. Höfundurinn lýsir því sem bar fyrir augu hans a
leiðinni, verður var sjóræningja á hafinu, en sleppur með skrekkinn. Hann er
tekinn fyrir njósnara þegar til íslands kemur og nú bíður hans ferðalag um
hraun og klungur, um fjöruleiðir, fúaflóa og ískyggileg fjöll íslands, hættu-
legar leiðir í augum borgarbúa frá Mið-Evrópu, vönum sæmilegum ákvegum.
Síðari hluti bókarinnar, og raunar meginkafli hennar, er almenn lýsing
landsins og skiptist í allmarga þætti eftir efni. Um hann má í rauninni segja hið
sama og fyrri hluta bókarinnar. Frásögnin er töluvert ýkjukennd og víða gætir
nokkurs misskilnings. Höfundurinn er ófróður í sögu landsins og þekkir ekki
mikið til stjórnarfars þess. Hann virðist ekki þekkja rit Arngríms lærða sem
sum voru þó nýlega komin út og virðast hafa hlotið nokkra útbreiðslu. Sumt
af villum bókarinnar og ónákvæmni má ugglaust rekja til hraflkenndra kynna