Saga - 1984, Side 368
366
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1984
stjórn voru færðar þakkir fyrir verk sitt, ekki sízt að koma ritinu út snemma
hausts, en slíkt er til mikils hagræðis fyrir félagið.
íslatid eftir Tékkann Daníel Vetter kom út í desember s.l. Ritið, sem greinir
frá ferð höfundar til íslands árið 1612 eða 1613, er 150 bls. að stærð, prentað í
Prentsmiðjunni Hólum. Þýðingu hafa annazt Hallfreður Örn Eiríksson og
Olga María Franzdóttir, en inngang um höfundinn hefur tékkneski bók-
menntafræðingurinn Helena Kadecková ritað. Umsjón með útgáfunni og ritun
skýringa ásamt þýðendum hefur Helgi Þorláksson annazt. Gert er ráð fyrir, að
hér sé um upphafsrit að ræða í ritröð, sem nefnist Safn Sögufélags og munu þar
birtast þýdd rit síðari alda um ísland og fslendinga eftir erlenda eða íslenzka
höfunda. - Fram kom, að bókin varð því miður allsíðbúin á markað fyrir síð-
ustu jól og því viðbúið, að hún hafi farið fram hjá ýmsum félagsmönnum; voru
þeir hvattir til að afla sér hennar, enda standa vonir til, að hér sé upphaf að
merkri og skemmtilegri ritröð.
Alþingisbœkur íslands. XV. bindið kom á markað tveimur til þremur vikum
eftir síðasta aðalfund og hafði þá verið í vinnslu lengur en góðu hófi gegndi af
ýmsum ófyrirsjáanlegum ástæðum. Þetta bindi tekur yfir árin 1766-80 og er í
umsjón Gunnars Sveinssonar, en prentað í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg.
Gat forseti þess, að í afgreiðslu Sögufélags væru nú til alls tíu bindi af þessu
viðamikla heimildarriti, þ.e. frá og með sjötta bindi.
Því næst greindi forseti frá þeim ritum Sögufélags, sem nú eru í undirbún-
ingi og ýmist væntanleg á næsta stjórnartímabili eða síðar.
Saga, 22. bindi, fyrir árið 1984, mun vera fullbúið til prentvinnslu og kemur
út með haustdögum sem fyrr. Ritstjóraskipti verða frá og með þessu hefti. Jón
Guðnason dósent, sem ritstýrt hefur Sögu undanfarin fimm ár eða frá 1979
(fyrst með Birni Teitssyni, síðan Sigurði Ragnarssyni) hefur óskað eftir því að
láta afstörfum. Kvað forseti mikla eftirsjá aðjóni Guðnasyni úr ritstjórn Sögu,
svo framúrskarandi starf sem hann hefði leyst af hendi í þágu félagsins á
þessum vettvangi. Hann hefði reynzt traustur starfsmaður, sem gott hefði
verið að eiga samstarf við. Færði forseti honum þakkir fyrir störf hans og lét í
ljós von um að mega eiga hann að áfram, þótt með öðrum hætti væri. Sigurður
Ragnarsson heldur áfram sem ritstjóri, en við starfi Jóns Guðnasonar tekur
Helgi Þorláksson, sem boðinn var velkominn til starfa. - Þá skýrði forseti frá
að stefnt væri að því að vinna tímaritið Sögu á nýjan hátt; hefði stjórn félagsins
ákveðið að kaupa tölvu til ritvinnslu, sem höfundar eða starfsmenn félagsins
myndu nota til að setja sjálfir öll útgáfurit þess. Einnig er ætlunin að nota tölv-
una til annarrar starfsemi eftir því sem henta þykir. Vænti forseti þess,að vel
myndi til takast, því að á miklu ylti, að útgáfa Sögu gæti haldizt í þvf ágæta
horfi, sem verið hefði á s.l. árum, ekki sízt með tilliti til þess, að um kjölfestu
Sögufélags væri að ræða, það rit, sem félagið teldi skyldu sína að gefa út sem
árvissan grundvöll fyrir íslenzka sagnfræðinga til birtingar ritsmíða sinna eða
skoðanaskipta með öðrum hætti. - Vakin var athygli á,að ýmsir eldri árgangar
Sögu væru á þrotum, en reynt er að fylla í skörðin með ljósprentunum, og