Saga - 1984, Blaðsíða 369
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1984
367
munu nú a.m.k. tveir árgangar vera á þessum vegi staddir, en stjórnin leggur
áherzlu á, að ritið sé ávallt til á markaði í heild.
Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1802-1873, X.
bindi, í umsjón Ármanns Snævarrs. Þetta rit átti að koma á s.l. ári, en hefur taf-
izt nokkuð vegna anna umsjónarmanns. Það er nú í vinnslu í Prentsmiðjunni
Hólum, fullsett og komið langt áleiðis, svo að vonir standa til, að það geti
komið út á þessu ári. Til þessarar útgáfu hefur Sögufélag notið styrks úr Þjóð-
hátíðarsjóði. Mun verða unnið að því að ljúka þessu ritsafni svo fljótt sem unnt
er, en að útgefnu X. bindi mun aðeins eitt vera eftir.
Safn Sögufélags, 2. bindi, er í undirbúningi og er stefnt að því, að það geti
orðið ritið um ísland eftir Arngrím lærða, sem hann ritaði á latínu og gafnafnið
Crymogæa (ísland) og prentað var í Hamborg árið 1609. Taldi forseti hið mesta
lán fyrir félagið að fremsti vísindamaður á þessu sviði, dr. Jakob Benediktsson,
hefði orðið við tilmælum þess að þýða Crymogæu eða merkustu hluta ritsins.
Væri ómetanlegur fengur að fá út þetta höfuðrit Arngríms lærða, en hann
mundi vera sá maður á síðari öldum, sem fyrstur gerði tilraun til að rita sam-
fellda sögu íslendinga fram til þess tíma, að þeir gengu á hönd erlendum kon-
ungi. Stefnt er að útgáfu ritsins ekki síðar en á næsta ári.
Ritgerdir eftir dr. Sigurð Pórarinsson. Forsetikvað hér vera á ferðinni verk, sem
stjórn Sögufélags hefði mikinn áhuga á að fá út gefið. Gæti þar verið bæði um
að ræða greinar náttúrufræðilegs eðlis og sagnfræðilegs. Margar ritsmíðar
Sigurðar Þórarinssonar hefðu einvörðungu birzt í erlendum ritum, svo að
brýna nauðsyn bæri til, að þær kæmu út í íslenzkum búningi. Hefur Sigurður
Steinþórsson prófessor annazt undirbúningsstarf í þessu skyni.
Alþingisbækur íslands. XVI. bindi er nú í vinnslu í Prentsmiðjunni Steinholti
og mun langt komið í setningu. Að sögn forseta er þetta næstsíðasta bindi
verksins og mun taka yfir árin 1781-90. Er það sem undanfarandi bindi í
umsjón Gunnars Sveinssonar og nýtur sérstaks fjárhagsstuðnings frá Alþingi.
Kvað forseti það von félagsstjórnar, að styttri bið yrði á útkomu þessa bindis
en hins næsta á undan, þó að ekki væri gert ráð fyrir, að það gæti komizt út fyrr
en í fyrsta lagi á næsta ári; ekki væri óeðlilegt, að vinnsla hvers bindis tæki
a.m.k. tvö ár, en svo var einmitt á árunum 1967-73, þegar tókst að koma út
fjórum bindum.
Safn tll sögu Reykjavíkur, semhófst árið 1968með ritinu Kaupstaður í hálfa öld,
verður áfram á dagskrá, en afþví safni hafa nú komið út fimm bindi, hið síðasta
Ómagar og utangarðsfólk eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson haustið 1982. Til þess-
arar útgáfu hefur Reykjavíkurborg veitt fjárstuðning á undanförnum árum, og
sagði forseti,að stjórn Sögufélags hefði vænzt þess, að sú samvinna héldi
áfram. f því skyni leitaði félagið til borgarinnar um áframhaldandi liðveizlu á
s.l. hausti með ákveðin verk á takteinum til útgáfu. En þó að ekki hafi fengizt
jákvæðar undirtektir frá borginni því sinni, mun Sögufélag að sögn forseta
halda áfram að vinna að Safni til sögu Reykjavíkur, það rit, sem mun væntanlega
koma næst út, fjallar um sögu búskapar í Reykjavík, samið af Þórunni Valdi-