Saga - 1984, Side 370
368
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1984
marsdóttur cand. mag. Lýsti forseti þeirri von sinni,að samvinna tækist að
nýju við borgina um frekari útgáfu þessarar ritraðar.
Þá kom fram í máli forseta.að á vegum Hins íslenzka fræðafélags í Kaup-
mannahöfn.sem Sögufélag hefur umboð fyrir hérlendis, væru nú komin út sex
bindi hinnar nýju útgáfu Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þau eru
efdrfarandi: 1. Vestmannaeyjar og Rangárvallasýsla. 2. Árnessýsla. 3. Gull-
bringu- og Kjósarsýsla. 4. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla. 5. Hnappadals- og
Snæfellsnessýsla. 6. Dalasýsla og Barðastrandarsýsla. - Senn væri sjöunda
bindi væntanlegt, sem tæki yfir Isafjarðarsýslur. Hvatti forseti félagsmenn
Sögufélags til að láta þetta mikilsverða heimildarrit ekki fram hjá sér fara.
Enn gat forseti þess,að Sögufélag hefði söluumboð fyrir Sagnfræðistofnun
Háskóla fslands. Komin væru út tíu bindi í ritsafni stofnunarinnar, hið síðasta
á s.l. hausti: Bernska, ungdómur og uppeldi á einueldisöld eftir Loft Guttormsson
dósent. Væri það allmikið rit að vöxtum, 238 bls.
Síðast nefndi forseti rit, sem út kom á vegum Sagnfræðistofnunar fyrir síð-
ustujól, Vesturfaraskrá 1870-1914. Væri það tekið saman afjúníusi Kristinssyni
cand. mag., en greinargerð fyrir útgáfunni hefði ritað dr. Sveinbjörn Rafnsson
prófessor. Þetta rit væri nær 500 bls. í stóru broti og hin mesta fróðleiksnáma.
Að lokum sagði Einar Laxness, forseti Sögufélags:
Skráðir félagar Sögufélags munu nú vera um 1500 talsins. Það er þó
ekki alveg raunhæf tala, því að nokkur affoll vilja verða á hverju ári,
með því nokkur hópur lætur hjá líða að innleysa póstkröfusendingu
fyrir Sögu. Skv. upplýsingum afgreiðslu munu um 1300 hafa greitt
Sögu þetta ár. Ég geri ráð fyrir, að í næsta bindi Sögu muni birtast
félagatal, og virðist þá einsýnt að fella þá niður, sem eiga ógreitt félags-
gjald tveggja síðustu ára. Núverandi félagatala má teljast allviðunandi,
en betur má, ef duga skal til þess að geta sinnt útgáfunni með þeim
sóma, sem hið aldna Sögufélag verðskuldar. Ég vil jafnframt hvetja
félagsmenn til þess að kaupa önnur þau rit sem félagið hefur sent frá sér
síðasta árið, þ.e.a.s. XV. bindi Alþingisbókanna, og athuga, hvort þá
vanti ekki í safn sitt önnur bindi, sem fáanleg eru, - ennfremur 1. bindið
í ritröðinni Safn Sögufélags, ísland eftir Daníel Vetter.
Um leið vil ég nota tækifærið og minna félaga á nokkur rit frá undan-
förnum árum, sem enn eru á markaði. Ég tilgreini eftirfarandi rit:
Grxnland í miðaldaritum, doktorsrit Ólafs Halldórssonar (1978)
Snorri. Átta alda minning, - um Snorra Sturluson eftir sex höfunda
(1979)
Konur skrifa, - ritgerðir eftir 22 konur (1980)
Vestrœna, - afmælisrit Lúðvíks Kristjánssonar (1981)
Oddurfrá Rósuhúsi, — umsr.OddV. Gíslason eftir Gunnar Benedikts-
son (1982)
Ómagar og utangarðsfólk eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson (1982).
Verð þessara bóka má teljast harla lágt, og þær eru ekki síðra tilboð