Saga - 1984, Side 371
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1984
369
en margvísleg rit hinna ýmsu bókaklúbba, sem fólki er nú um þessar
mundir boðið upp á í stórum stíl. Ég bið félagsmenn endilega að líta inn
í afgreiðslu Sögufélags, þar sem þeir geta gert góð kaup í þessum ágætu
bókum, en þær sóma sér vel í röð annarra útgáfurita Sögufélags.
Að lokum vil ég þakka félagsmönnum fyrir þátttöku þeirra í starfi
félagsins, tryggð við merkan tilgang þess, svo og traust sem þeir hafa
sýnt okkur, sem nú um sinn stýrum málefnum þess. Samstarfs-
mönnum í stjórn, afgreiðslustjóra og fráfarandi ritstjóra Sögu flyt ég
þakkir fyrir góða og ánægjulega samvinnu á liðnu stjórnartímabili. Þau
hafa öll sýnt góðan vilja og getu til að vinna vel að þessu áhugamáli
okkar, sem er útgáfa rita á hinu sagnfræðilega sviði. Öll óskum við
Sögufélagi velfarnaðar á komandi árum.
Reiktiingar. Gjaldkeri, Heimir Þorleifsson, gerði grein fyrir reikningum
Sögufélags, sem lágu fyrir fjölritaðir á fundinum, undirritaðir af endurskoð-
endum félagsins.
Orðið var gefið laust um skýrslu og reikninga, en enginn kvaddi sér hljóðs.
Voru reikningar samþykktir samhljóða.
Kosningar. Skv. 3. gr. félagslaga skyldu þrír aðalstjórnarmenn, kjömir á aðal-
fundi 1982, ganga úr stjórn á aðalfundi 1984; voru það Helgi Þorláksson,
Ólafur Egilsson og Sigríður Th. Erlendsdóttir. Ólafur og Sigríður voru
endurkosin, en í stað Helga Þorlákssonar, sem baðst undan endurkosningu,
var kosin Anna Agnarsdóttir, öll til tveggja ára. - Auk þeirra sitja Einar Lax-
ness og Heimir Þorleifsson í aðalstjórn til aðalfundar 1985. í varastjórn til eins
árs voru kjörnir Guðmundur Jónsson og Halldór Ólafsson í stað þeirra Önnu
Agnarsdóttur, sem tók sæti í aðalstjórn, og Sigurðar Ragnarssonar, sem baðst
undan endurkjöri. Endurskoðendur reikninga til eins árs voru endurkjörnir
Ólafur Ragnarsson og Sveinbjörn Rafnsson, en til vara Hörður Ágústsson, í
stað Halldórs Ólafssonar, sem tók sæti í varastjórn.
Fyrirlestur. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Hörður Ágústsson erindi,
sem hann nefndi Húsagerðarsaga Laufásstaðar, og sýndi myndir og litskyggnur
máli sínu til skýringar. Hlau*: hann hinar beztu undirtektir fundarmanna
Fundarstjóri þakkaði síðan félagsmönnum góða fundarsókn og sleit aðal-
fundi Sögufélags 1984.
Stjórnarfundur. Hinn31. maís.l. varhaldinnfyrstistjórnarfundur Sögufélags
eftir aðalfund, þar sem stjórnin skipti með sér verkum skv. 3. gr. laga félagsins;
Forseti: Einar Laxness
Gjaldkeri: Heimir Þorleifsson
Ritari: Sigríður Th. Erlendsdóttir.
24