Saga - 1986, Blaðsíða 30
28
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
24 ára aldur og færri á aldrinum 25-29 ára þegar kemur fram um
1930 en algengast var á 19. öld, og gildir það sama raunar um þessa
aldurshópa kvenna. Á hinn bóginn fjölgar þeim körlum hlutfalls-
lega sem kvænast á aldrinum 35-49 ára undir lok þess tímabils,
sem hér er um fjallað.
Á árabilinu 1851-1930 lækkaði einnig hlutfall ekkla, ekkna og
fráskilins fólks af heildartölu þeirra er gengu í hjónaband. Árin
1851-1860 voru ekklar og fráskildir 10,7% þeirra er gengu í
hjónaband, og ekkjur og fráskildar konur 8,7% þeirra kvenna er
giftust. Árin 1891-1900 voru ekklar og fráskildir 7,7% þeirra
karla er gengu í hjónaband og 7% árin 1931-1940. Ekkjur og frá-
skildar konur voru hins vegar 4,9% þeirra kvenna er giftust 1891-
1900 og 4,3% árin 1931-1940.27
Fyrir þessu eru að líkindum tvær tengdar orsakir. Hlutfall ekkla
og ekkna af giftu fólki var hærra á 19. öld en á fyrstu áratugum
þessarar aldar, þar sem fólk í þessari stöðu hafði oftast aðgang að
jarðnæði og eignarhald á búfénaði og nauðsynlegum heimilis-
munum (sem það hafði komið sér upp í fyrra hjónabandi) og bjó
því við þau skilyrði sem oftast voru nauðsynleg forsenda fjöl-
skyldustofnunar í bændasamfélaginu. Þessar forsendur breyttust
verulega á árabilinu 1880-1930. Á þessum árum óx hlutfall fólks í
hjónabandi afíbúafjölda landsins talsvert, þótt hjúskaparhlutfall á
íslandi væri lægra en í flestum nágrannalöndunum fram yfir 1950
(sjá töflu 3). Hjúskaparhlutfall karla 15 ára og eldri hefur verið
heldur hærra en það hlutfall giftra kvenna sem sýnt er í töflu 3,
þar sem karlar voru fram um 1950 talsvert færri á íslandi en
konur.28
Frjósemi á íslandi var á síðari hluta 19. aldar heldur meiri en víð-
ast annars staðar í löndum Norður- og Vestur-Evrópu. Frjósemi
giftra kvenna („Legitimate fertility rate“, þ.e. fjöldi fæddra skil-
getinna barna/fjöldi giftra kvenna á aldrinum 15-44 x 100) á
árunum 1897-1906 var 29,6 en frjósemi giftra kvenna í Svíþjóð
21,9, 21,7 í Danmörku, 24,5 í Finnlandi, 24,7 í Noregi, 20,3 í
27. Sama heimild.
28. Gísli Gunnarsson, The Sex Ratio, the Infant Mortality and Adjoining Social Re-
spottse in Pre-Transitional Iceland, (Meddelande frán ekonomisk-historiska
institutionen Lunds universitet, nr. 32), Lund 1983.