Saga - 1986, Blaðsíða 280
278
RITFREGNIR
SKAFTÁRELDAR 1783-1784. RITGERÐIR OG HEIM-
ILDIR. Mál og menning, 1984, 442 bls. Myndir, nafna-
skrá, ágrip á ensku.
Lengi var búið að vera á döfinni að tengja verulegt rannsóknar- og útgáfuátak
við 200 ára minningu Skaftáreldanna 1983. Sigurður Þórarinsson og Þórhall-
ur Vilmundarson voru í upphafi oddvitar fyrir því starfi; um skeið hvfldi það
mjög á Bimi Teitssyni; en þegar ritnefnd var skipuð sátu í henni Sigurður
Þórarinsson (Þorleifur Einarsson eftir hans dag) og Gylfi Már Guðbergsson af
hálfu náttúruvísindamanna og Sveinbjöm Rafnsson og Gísli Ágúst Gunn-
laugsson af sagnfræðingum. Var nú verkinu hraðað svo að bókin yrði tilbúin
til útgáfu á minningarárinu, en prentaraverkfall átti þátt í því að útkoma
hennar frestaðist um ár.
Skaftáreldabókin er mikið rit, nærri 450 stórar tvídálka síður, verulega
myndskreytt (nokkrar myndasíður í litum) og í mjög vel heppnuðu bandi og
öskju.
Síðari hluti bókarinnar, nær 180 síður, heitir „Heimildir til sögu Skaftárelda
og Móðuharðinda 1783—1785“. Hafa margir að þeirri útgáfu unnið, en
ritnefndarmennirnir Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Sveinbjörn Rafnsson
stýrðu verkinu og lögðu á það síðustu hönd, og er Sagnfræðistofnun talinn
höfundarrétturinn.
Heimildirnar eru í sex flokkum, allar óprentaðar áður, nema fyrsti flokkur-
inn, tvær fréttir um Skaftáreldana úr dönskum blöðum í september 1783. í
öðrum flokki eru „fyrstu lýsingar á jarðeldinum í Vestur-Skaftafellssýslu",
skráðar í júlí til október 1783 af sýslumanni og fleirum, og eiga þær að þvi
leyti saman að hafa verið notaðar við undirbúning fyrsta konungsúrskurðar
um ráðstafanir vegna jarðeldsins.
Þá kemur skýrsla Skúla fógeta um jarðeldinn, samin í desember 1783, og
fylgja henni þrjár lýsingar á íslensku sem hann hefur stuðst við. Síðan kemur
fjórði heimildaflokkurinn og sá fyrirferðarmesti (3/4 af öllum heimildatextun-
um); „Um ástand íslands 1783—1784“. Það eru skýrslur amtmanna og
sýslumanna sem Rentukammerið notaði við undirbúning annarrar konung-
legrar tilskipunar, samdar frá september 1783 til október 1784. Með þeim er
nokkuð af þingsvitnum og öðrum vottorðum á íslensku.
Fimmti heimildakaflinn er „Eldsaga Sveins Pálssonar", örstutt, samin (á
íslensku) vorið 1784. Og hinn síðasti er „Minnisgreinar Jóns Eiríkssonar um
Móðuharðindi", samdar í ársbyrjun 1785.
Þetta er auðvitað mjög þröngt úrval heimilda um Skaftáreldana og afleið-
ingar þeirra. Þarna er komið fram á tíma hinnar mjögritandi stjórnsýslu, og
væri sjálfsagt hægðarleikur að fylla nokkur bindi í fombréfasafnsstfl aftextum
sem á einhvern hátt vörðuðu efnið. Raunar er í ritgerðahluta bókarinnar