Saga - 1986, Blaðsíða 316
314
RITFREGNIR
sonar, enda kann nokkuð að hafa verið hæft í slíku á hans tímum. En
málfari íslenzkra lxkna hefur stórum hrakað síðan, og gera þeir sig nú
hver af öðrum bera að þeirri nýlundu um skrifandi háskólalærða menn
hérlendis að láta sér ekki takast nema með höppum og glöppum að
koma orðum — allra sízt íslenzkum orðum — að nokkurn veginn
samfelldri rökvíslegri hugsun. Verða þeir læknar tæplega vændir um
að gera sig viljandi að þvílíku menntamannaviðundri á opinberum
vettvangi. Ýmislegt kann manni þó að detta í hug um þá Færeyjagikki
íslenzkrar læknastéttar, sem að því er virðist fyrir einnar saman
fordildar sakir bera annars góð og gild fræðsluerindi á borð fyrir
ólæknislært fólk á þeirri andhælislegu djöflaþýzku, sem þeir kalla
íslenzkt læknamál og engum öðrum en læknum er ætlandi að grynna
nokkuð í. Þeir læknar, ef nokkrir kynnu að vera, sem betur mega, en
halda því þó til streitu að ræða og rita um fræði sín á því hrakmáli,
mættu hugleiða málfar sitt frá almennu þrifnaðarsjónarmiði. Vera má,
að einhverjir þeirra kæmust að þeirri niðurstöðu, að með því óvirði
þeir ekki eingöngu þjóð sína og tungu, tilheyrendur og lesendur,
heldur einnig sjálfa sig með þeim andlega óþrifnaði, sem verður ekki
til annars jafnað en þess að vanrækja þrif líkama síns, ösla á forugum
skóm inn í vistarverur óviðkomandi fólks og láta vaða ekki einungis á
öll gólf, heldur upp um alla veggi. Svo ósamboðinn sem slíkur
ódámsháttur er menntamönnum yfirleitt, sæmir hann, eins og annar
subbuskapur, læknum sýnu verst. Það er einna líkast því að ganga að
læknisverkum með kámugar hendur.
Þetta er skrifað fyrir rúmum þrjátíu árum og minnst á það sem nýlundu, að
skrifandi háskólalærðir menn hérlendis „láta sér ekki takast nema með höpp-
um og glöppum að koma orðum — allra sízt íslenzkum orðum — að nokkurn
veginn samfelldri rökvíslegri hugsun.“ Það er eins og mig gruni að þetta sé
hætt að vera nýlunda.
í kaflanum Stjómmál í upphafi annars bindis (II 7—55) eru samtals sjö
greinar, skrifaðar á árunum 1925—40 og birtust allar, nema tvær hinar
síðustu, í vestfirskajafnaðarmannablaðinu Skutli. Til þessara greina er m.a. að
leita skýringa á fylgi jafnaðarmanna á Vestfjörðum og þó einkum á ísafirði;
þær eru gott sýnishorn af málflutningi Vilmundar þegar rætt var um
stjórnmál. Málflutningur hans var óvæginn, en rökvís og skýr, háðið napurt
og tungutakið ævinlega hið sama, ósvikin og ómenguð íslenska. Einkunnir
þær sem andstæðingarnir fengu voru ekki ritaðar neinum gullstöfum, og geta
menn velt fyrir sér hvort nokkuð hafi breyst síðan þær voru gefnar. Greininni
„Pólitískir mannasiðir og aðrir siðir“ lýkur á þessa leið: „Það er hvort sem er,
að málstaður íhaldsins er illur, enda villir það ekki á sér heimildir með
pólitískum mannasiðum." (II 34.)