Saga - 1986, Blaðsíða 312
310
RITFREGNIR
Ingjaldsdóttur á Mýri í Bárðardal. En þess má geta hér til gamans, að maður
hennar var reyndar kallaður fyrir norðan Jón ríki, enda átti hann tíu jarðir í
Þingeyjarsýslu, þar af þrjár sem töldust stórbýli.
Auk þeirra greina og rita um útsaum sem áður er vikið að hefur Elsa
rannsakað sögu íslenskra þjóðbúninga kvenna meira en nokkur annar og ritað
um þá bækur og kynningarrit. Ritið íslenskir þjóðbúningar kvenna frá 16. öld til
vorra daga. Stutt yftrlit, kom út hjá Menningarsjóði 1969. Hún ritaði um árabil
í tímaritið Húsfreyjuna greinar um þjóðbúninga og hannyrðir undir fyrirsögn-
inni „Sjónabók Húsfreyjunnar". Þar birtust mörg munstur afgömlum hann-
yrðum og oftast fylgdi fróðleikur um sögu þeirra en einnig tillögur um
notkun þeirra til sauma á nútímahannyrðum. Mér er kunnugt um að margar
konur notuðu sér þau og saumuðu ný verk í gömlum þjóðlegum stíl. Þannig
hefur þetta starf Elsu meðal annars stuðlað að því að viðhalda þjóðlegum
hannyrðum á íslenskum heimilum nú á dögum. Þá voru gefin út tvö smárit
með leiðbeiningum á saumi og gerð þjóðbúninga á árinu 1975 á vegum
Kvenfélagasambands íslands. Hafa þau einnig hjálpað mörgum konum við
gerð nýrra þjóðbúninga með upprunalegum svip. Allt er þetta mikilvægt til
að stuðla að samhengi í þjóðlegum hannyrðum og til að veita leiðsögn um
rétta stefnu um þjóðbúninga kvenna.
Bókin íslenskur útsaumur er einkar vönduð að allri gerð. Hún er prentuð á
vandaðan pappír, og því njóta allar myndirnar sín mjög vel, en í bókinni eru
54 Iitmyndir auk mynda af saumgerðum og 24 bls. af sjónablöðum. Síst eru
myndirnar of margar, þótt þetta sér vel úti látið, því að frásagnir af mörgum
munum kalla á forvitni lesanda að fá að sjá þá. Prentvillulausar bækur eru að
verða fáséðar hér nú í öllu því mikla bókaflóði, sem fram hefur streymt á
síðustu árum, og ber að fagna sérhverri þeirra, en ég hef ekki fundið neina
prentvillu í umræddri bók.
Þá er það einnig sérstakt um þessa bók að Elsa skrifaði hana einnig á ensku.
Kom hún út, með sama myndefni, hjá Iceland Review og ber nafnið Traditional
Icelandic Embroidery. Er enska útgáfan einnig vönduð og falleg bók, og mun
hún áreiðanlega eiga dijúgan þátt í að kynna þessar sérstæðu og þjóðlegu
hannyrðir okkar meðal útlendinga. Mörgum mun líka finnast hér vera
kærkomin bók til að senda vinum og vandamönnum til útlanda sem ágæta
landkynningu.
Öllum er ljóst hve erlend áhrif hafa verið sterk hér á síðustu hundrað árum,
einkum síðustu áratugum, og hafa þau einnig komið niður á hannyrðum, svo
að mjög hefur verið farið eftir erlendri útsaumstísku, sem borist hefur hingað
frá nágrannalöndunum, ekki síst um Danmörku.
Ekki er vafi á að þessi bók mun efla íslenskar hannyrðir á ókomnum árum
og eiga drjúgan þátt í því að styrkja þjóðlegt samhengi, ef að vonum fer um
framtíð þjóðarinnar í landinu. Þessi bók er merkilegt menningarframlag sem