Saga - 1986, Blaðsíða 68
66
GUNNAR KARLSSON
heiman, eins og það var líka kallað, en mun þó hafa verið venja.15
Hins vegar eru í lögum ákvæði um hámarksupphæð heimanfylgju.
Hún mátti ekki vera svo mikil að dóttir fengi meira úr búi foreldra
sinna en hver einn arfgengra sona, nema þá með leyfi þeirra.16 Þannig
er gefinn kostur á því að dóttir fari með jafnmikið fé úr föðurgarði og
sonur, og jafnvel meira ef bræðrum hennar finnst borga sig að kaupa
svo dýru verði ættartengsl við mannsefni hennar.
Frá manni sínum fékk kona hins vegar mund. Hún var mundi
keypt, segir í Grágás,17 og hafa menn giskað á að það væri leif frá eldra
fyrirkomulagi þegar lögráðandi konunnar fékk mundinn.18 En sam-
kvæmt Grágásarlögum átti kona mund og heimanfylgju. Það kom
meðal annars fram í því að yrði maður hennar sekur skógarmaður var
allt fé hans gert upptækt, en konan hélt eftir mundi og heiman-
fylgju.19
Þegar í hjónabandið var komið gátu hjón gert annað tveggja að
leggja fé sitt saman eða halda því aðgreindu og eiga hvort sitt. „Eigi er
konu skylt að eiga í búi nema hún vilji“, segir Grágás, „en ef hún á í
búi með honum, þá á hún að ráða búráðum fyrir innan stokk, ef hún
vill, og smala nyt. Kona á að ráða fyrir hálfs eyris kaupi eða minna,
sex álna eyris, á tólf mánuðum. Búandi hennar á kaup hennar að rifta
ef hún kaupir meira en svo.“20 Það er að segja, kona má versla fyrir
þrjár álnir á ári, vaðmálsbút upp á hálfan annan metra, án samþykkis
bónda síns. Yfirráðasvið eiginkonu er þannig lokað fyrir innan stokk.
Hún stýrir því verki að búa til neysluvörur og söluvörur úr afurðum
búsins og miðla neysluvörum til heimilismanna. En ráðstöfun fjár og
eigna út á við er algerlega í höndum bóndans, og það eru vissulega
þau fjárráð sem veita mest völd.
Þetta var um það þegar hjón áttu bú saman. En á undan klausunni
um það, sem er birt hér að framan, segir í Grágás:21 „Þar er samfarar
hjóna eru og skal hann ráða fyrir fé þeirra og kaupum." Þetta hlýtur
að merkja að bóndi ráði einnig yfir fé konu sinnar þó að hún haldi því
15. Crágás III (1883), 621-22 (Ordregister u. heimanfy\gjá).
16. Grágás Ia (1852), 220; II (1879), 64; III (1883), 412.
17. Grágás Ia (1852), 222.
18. Grágás III (1883), 653 (Ordregister u. mundr).
19. Grágás Ia (1852), 114.
20. Grágás Ib (1852), 44. - Sbr. Grágás II (1879), 173-74.
21. Grágás Ib (1852), 44. - Sbr. Grágás II (1879), 173.