Saga - 1986, Blaðsíða 203
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ 201
á Indlandsskaga árið 1845 breska Austur-Indlandsfélaginu fyrir um
það bil eina milljón ríkisdala.
í sama alfræðiriti er einnig að finna frásögn af því með hvaða hætti
Frakkar lögðu undir sig eyjuna Tahiti í Kyrrahafi á árunum kringum
1840, en í bréfinu frá Reykjavík, sem hér var vitnað til, er bæði
rninnst á Tahiti og Tranquebar.
Um 1830 var Tahiti sjálfstætt konungsríki undir stjórn Pomare IV
drottningar. fbúar Tahiti höfðu tekið kristna trú, en voru mótmæl-
endur. Árið 1835 lét drottningin á Tahiti reka tvo franska jesúíta úr
landi, en Frakkar svöruðu með því að senda herskip til eyjarinnar.
Þrem árum síðar hafði Frökkum tekist með þvingunum að gera
Tahiti að frönsku verndarsvæði. íbúar Tahiti héldu samt uppi mót-
spymu gegn Frökkum í nokkur ár, en tíu árum áður en Napóleon
prins heimsótti ísland, urðu þeir að gefast upp. Nokkru síðar var
eyjan Tahiti lögð algerlega undir Frakkland.
Bréfkaflinn, sem hér var síðast birtur, sýnir brot af því, sem skrifað
var frá Reykjavík í Kaupmannahafnarblaðið Fcedrelandet haustið 1856,
og fer ekki leynt, hversu heitt mönnum hefur verið í hamsi. Bréfritar-
arnir, og sjálfsagt margir fleiri, hafa litið tilmæli Frakka mjög alvar-
legum augum. Nöfn þeirra, sem skrifuðu þessi tvö bréf frá Reykja-
vík, eru ekki nefnd. í bréfi, semjón Guðmundsson Þjóðólfsritstjóri
skrifaðijóni Sigurðssyni 4. nóvember 1856, segir hann hins vegar, að
Siemsen hafi skrifað annað Reykjavíkurbréfið í Fœdrelandet, en hitt
Riuni skrifað í Kaupmannahöfn. Lætur Jón að því liggja, að í því bréfi
kunni að mega finna eitthvað úr einkabréfi frá sér, er þá hafi verið
tekið upp heimildarlaust.76 Vel getur þetta verið rétt hjá Jóni, en þá
hefur ekki verið svarað þeirri spurningu, hvort hann sé þarna að tala
um C.F. Siemsen, kaupmann í Reykjavík, eða Edvard Siemsen,
hróður hans, sem fyrst var faktor við verslun bróður síns, en síðar
sjálfstæður kaupmaður hér. Könnun bendir til þess, að báðir hafi þeir
hræður verið í Reykjavík sumarið 1856.
í annarri ritgerð, sem væntanlega mun birtast í Sögu á næsta ári,
verður fjallað um síðari framvindu Dýrafjarðarmálsins og þá m.a.
tekin til skoðunar:
T Erlend blaðaskrif um Dýrafjarðarmálið.
76- Lbs. JS 141 b fol. Bréf Jóns Guðmundssonar 4. nóv. 1856 til Jóns Sigurðssonar.