Saga - 1986, Blaðsíða 313
RITFREGNIR
311
ber að þakka að verðleikum. Held ég að mjög vel hafi tekist að sameina á
einum stað stutt yfirlit yfir hefðbundin íslensk útsaumsverk, kynningu á
gömlum hlutum og saumgerðum og úrval íslenskra reitamunstra til að veita
fróðleik um sögu íslensks útsaums um margra alda skeið.
Sigríður Kristjánsdóttir
MEÐ HUG OG ORÐI. Afblöðum Vilmundar Jónssonar
landlæknis. Tvö bindi. Pórhallur Vilmundarson sá um
útgáfuna. Iðunn, Reykjavík 1985. 379 og 378 bls., myndir,
skrár.
Maður er manns gaman, segir í fornum fræðum og hefur verið haft fyrir satt á
íslandi síðan Hávamál voru ort, en svo sem að líkum lætur er gamanið þó eins
misjafnt og mennirnir eru margvíslega af guði gerðir. Sagnamenn hafa
ævinlega verið aufúsugestir, og dettur mér þá í hug það sem haft er eftir
bónda einum úr Flóanum, sem fluttist til Reykjavíkur skömmu fyrir síðari
heimsstyrjöld. Pað var eitt sinn að böm hans vaxin komu úr kvikmyndahúsi
og létu mikið af hve gaman hefði verið að mynd þeirri sem þau sáu. Bóndi
hlustaði á orðræðu þeirra um stund, en segir síðan: „Það segi ég satt, að
helmingi heldur vildi ég að hann Loftur kæmi en að fara í bíó. “ En Loftur sá
sem bóndi nefndi var Andrésson og bjó lengi í Hellnahjáleigu í Gaulverja-
bæjarhreppi, allra manna skemmtilegastur og kunni þá íþrótt að segja eftir-
minnilega frá hversdagslegum atburðum. Annar einn eftirminnilegasti sagna-
maður sem mér er í barnsminni var Guðmundur Guðmundsson, auknefndur
kíkir, ferðamaður mestan hluta ævi sinnar, fróður og minnugur, sögumaður
með afbrigðum og hafði sérkennilegan frásagnastíl. Frásögur hans voru ekki
teknar á segulbönd og ekki veit ég til að neitt hafi verið skráð beint eftir
honum sjálfum. Stöku sögur og tilsvör hafa gengið í munnmælum og
smávegis þess háttar hefur verið prentað, og mun ekki vera nema svipur hjá
sjón á móti því sem upphaflega kom út úr karlinum. Þannig fer fyrir því sem
ekki er hirt um að varðveita og þannig hefur farið fyrir list ótölulegs grúa
sagnamanna sem hafa stytt mönnum stundir frá því að land byggðist.
Það er því ekki lítið fagnaðarefni þegar tvö væn bindi prentaðra bóka koma
út með margvíslegu efni sem einn mesti meistari í viðræðu- og frásagnarlist á
íslandi á tuttugustu öld hefur látið eftir sig í rituðu máli. Fyrir síðustu jól kom
út hjá bókaforlaginu Iðunni í Reykjavík tveggja binda verk: Með hug og orði.
Af hlöðum Vilmundar Jónssonar landlæknis. Þórhallur Vilmundarson sá um
útgáfuna og hefur ritað stuttan formála, tvær blaðsíður, þar sem í upphafi er
örstutt æviágrip Vilmundar, tæpar þrettán línur, en síðan er gerð grein fyrir
efni bókanna, aðfongum og frágangi útgáfunnar. í þessum formála er engin