Saga - 1986, Blaðsíða 321
RITFREGNIR
319
til að sinna því meginhlutverki fræðimanna að móta skynsamlega rökræðu á
sínu fræðasviði. Óneitanlega veldur þetta vonbrigðum, ekki síst þar sem
útgefandi er Stofnun Jóns Porlákssonar, sem næst titilblaði bókarinnar er
kynnt sem „rannsóknastofnun í stjórnmálum og atvinnumálum, er starfað
hefur frá ársbyijun 1983. Hún er óháð öllum stjórnmálaflokkum og
hagsmunasamtökum." í rannsóknaráði stofnunarinnar sitja níu menn, þar af
fimm prófessorar við Háskóla íslands. Erlendir ráðgjafar eru fimm, þar af þrír
prófessorar og einn enskur lávarður. Fróðlegt væri að fá upplýst hvaða
ábyrgð — efnokkra — rannsóknaráðið og hinir erlendu ráðgjafar bera á útgáfu
þessarar bókar og reyndar starfsemi stofnunarinnar í heild. Hvaða rannsóknir
stundar þessi stofnun yfirhöfuð?
Ofangreindar athugasemdir breyta engu um réttmæti þess að gefa út verk
Jóns Þorlákssonar. Skrif hans og ræður standa fyllilega fyrir sínu og vel það.
Reyndar er ekki laust við að sá sem lifir á tímum sérfræðinnar, þar sem fáir
gera sér vonir um meir en framlag til einnar fræðigreinar, líti með öfund og
aðdáun til þess breiða sviðs, sem Jón haslaði sér. Hann skrifar um margt; ætli
hann þætti ekki í dag bærilega gjaldgengur a.m.k. í hagfræði og stjórnmála-
fræði fyrir utan sína eigin grein, verkfræðina? Umfjöllun hans í ræðu og riti er
einnig í nánum tengslum við fjölbreytilegan starfsferil sem verkfræðingur,
bæjarfulltrúi, ráðherra og borgarstjóri. Maður saknar hins vegar skrifa í
tengslum við umsvif Jóns sem atvinnurekanda og forystumanns í Verslunar-
ráði íslands. Um verslunarmál og atvinnurekstur fjallar Jón yfirleitt af al-
mennum sjónarhóli hugmyndafræðings fremur en þátttakanda í daglegum
rekstri, sem hann þó var um langt árabil.
Margt kemur á óvart í þessum textum, ef lesandinn býst við að hitta fyrir
eindreginn málsvara lágríkisstefnu og markaðshyggju. Jón virðist fyrst og
fremst hafa haft áhuga á efnahagslegum framforum, einkum verklegum
framkvæmdum. Þama áttu bæði einstaklingar og ríkisvaldið mikilsverðu
hlutverki að gegna, að mati Jóns. Hér ræðir t.d. um „einkaréttarfyrirtæki",
,,sem eru þess eðlis, að þau útiloka önnur samkynja fyrirtæki við hlið sér,
annaðhvort með einkaleyfi eða afþví að slíkt liggur í hlutarins eðli.“ Um þau
ritar Jón: „hið opinbera, ýmist landið, bæjarfélög eða sýslufélög, þurfa að hafa
og hafa líka samkvæmt venju í löggjöfinni forgangsrétt til að koma þeim
upp.“ (Bls. 35).
Einnig má sækja til Jóns rök gegn „íhaldsstefnu" en með skattheimtu og
ríkisafskiptum, sbr. ræðu hans á stjórnmálafundi í Reykjavík 1908. Þar sagði
Jón m.a. (bls. 23):
íhaldsmenn semja í öllum löndum stefnuskrár sínar þannig, að þær
gangi sem best í augu almennings, því að á því veltur fylgið. Þess
vegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki
járnbrautir, ekki hafnir, kærum okkur ekki um alþýðuskóla og svo