Saga - 1986, Blaðsíða 243
ÁREIÐ VIÐ ÖXARÁ
241
stöðum um 1704, samkvæmt Jarðabók Árna og Páls, sem kalla býlið Ölkofra
eða Ölkofru, en virðast telja Þórhallastaði eldra nafn á Skógarkoti(Auðkennt
Hér B.Th.B.) Meti svo hver sem mál er til.
k-yngdalsheiði og Skálholtsvegur. Þá er mér borinn á brýn sá „ruglingur" (254)
að hafa það eftir Þorvaldi Thoroddsen að Lyngdalsheiði sé „breið eldfjalla-
bunga“. Þorvaldur var nú hvort sem er fyrir bí hjá henni og því skal það vera
rettara hjá Þorleifi Einarssyni, að heiðin sé „blágrýtisdyngja", þótt hvort-
tvcggja sé eitt og sama, myndun úr hraunlögum. (SjáJarðfrceði Þorl. Einarss.,
bls. 240)
Þar sem ég segi að Skálholtsvegur hafi legið upp frá Efra Apavatni fer ég
eftir Pétri J. Jóhannssyni í Sunnlenskum byggðum III, bls. 185, þar sem hann
segtr að leiðin hafi legið „niður af heiðinni sunnan við Efra Apavatn". Hér er
Guðrún Ása á heimaslóðum og veit hvað hún talar um, enda er það sennilega
rett hjá báðum, því á gömlum kortum má sjá að leiðin skiptist, og liggur
°nnur gatan fyrir sunnan Efra Apavatn, en hin niður milli Neðra Apavatns og
Þóroddsstaða, svo sem hún segir, og enn sunnan Þóroddsstaða. (Sjá td.
Suðvesturlandskortið 1902, endurskoðað 1929)
»Hinn mesti sparðatíningur". Þar kemur þó í greininni, að höfundi fer sjálfum
að blöskra smásmygli sín og segir (257) að „einhveijum kann að þykja þetta
Hinn mesti sparðatíningur". Enda nenni ég ekki að sópa fleiri spörðum úr
gotu, svo sem því að ég rugli saman heimild úr Nordisk kultur og Nord.
kulturhistorisk leksikon á bls. 14 (heimildin er, eins og ég segi, undir uppsláttar-
orðinu Tingsted í Nord. kulturhist. leksikon), að ég nefni ekki Rauðukusunes,
setn er þó feitletrað á bls. 90, að ég „bæti orðalag Espólíns" (257) þegar ég
nefni þjóðtrúna um að öxin vindi sig upp og stirðni í höndum böðulsins, sem
alls ekki er frá Espólín tekið né þar við hann stuðzt, eða að ég fari með rangt
't'ál um Guðlaug á Hvaleyri, sem var „leystur frá refsingu með því hann
8erðist böðull". (Þingv. bls. 50, eftir Setbergsannál) Bæði er, að annálshöfund-
fttnn, Gísli Þorkelsson á Setbergi, var samsveitungur og samaldarmaður
^uðlaugs böðuls, enda segir hann skilmerkilega frá, sem og hitt, að til þess
Var allnokkur venja á Norðurlöndum að leysa menn undan refsingum með
ÞVl að þeir gerðust böðlar. (Sjá ma. um þetta í riti Lars Levanders: Brottsling
bödel, útg. með styrk Nordiska Museet og Stokkhólmsháskóla 1975, bls.
222) Hér er því sama rökleysan á ferð sem um annað í þessari grein.
''Holmverjanna tigna drottning". Enda þótt sagnfræðing reki engar nauðir til að
annast við skáldskap, jafnvel ekki kvæði þjóðskáldanna, sem svo mjög er
Saknað í bók minni, þá verður vanþekkingin aumkunarverð þegar Guðrún
sa kannast ekki við kvæði Davíðs um Helgu jarlsdóttur, sem „hlaut mest af
16