Saga - 1986, Blaðsíða 228
226
HARALD GUSTAFSSON
Almindelige Beste, og icke til noget private Interesse".15 „Jeg haver mit
Fædcrncland langt kiærere end mig Selv“, segir hann til frekari áréttingar.
Hann lætur fylgja áðurnefnda grein úr erindisbréfum sýslumanna sem stað-
festir þriggja ára leigumála og bendir á að þetta sé ekkert sem hann hafi fundið
upp á heldur frá fyrirrennara hans sem ekki hafi átt nokkra jörð á landinu
heldur einungis talið slíka reglu þjóna almannaheill. Hér „gleymir" amtmaður
að erindisbréf til sýslumanna voru fyrst samin af Niels Fuhrmann amtmanni.
Fuhrmann varð í reyndinni mjög auðugur aðjörðum á íslandi og það hlýtur
Magnús að hafa vitað þar sem hann keypti einmitt þessar jarðeignir af
erfingjum Fuhrmanns 1756 og galt fyrir 3.000 ríkisdali!17
Amtmaður vill að vonum fá að vita hvort rentukammer hafi eitthvað að
athuga við fyrrnefnda grein í erindisbréfi til sýslumanna. Rentukammer
vísaði málinu frá sér að þessu sinni. Þar sem um lagabreytingar var að ræða
var erindið sent kansellíinu.18
Eftir umfjöllun kansellísins kom fyrrnefnd tilskipun 18. apríl 1761.19 Hér er
vísað til fyrsta bréfs amtmanns, til umsagnar stiftamtmanns og þó einkum til
gildandi laga og annars kapítula Jónsbókar. Ef breyta eigi þessum lögum þurfi
það að fylgja þeirri hcildarendurskoðun íslenskra laga sem unnið var að (en
aldrei lokið). Þar til annað yrði ákveðið skyldi fylgt gildandi lögum. Það var
sem sagt áréttaður réttur bænda til þess að flytjast brott eftir ár á leigujörð.
Þannig fór út um þúfur tilraun amtmanns til þess að styrkja stöðu land-
eigenda og koma á eins konar „átthagafjötrum" á íslandi. Yfirvöld í Kaup-
mannahöfn sáu ekki f slíku nokkum ávinning fyrir konung eða landið sem
heild heldur aðeins fyrir íslenska landeigendur. Þetta var líka andstætt þeirrt
umbótastefnu í búnaðarmálum sem á þessum árum jókst fylgi í Danmörku,
þar sem lögð var mikil áhersla á frelsi bóndans.20
Þar með er ekki sagt að ljóst sé hvað gerðist heima í héraði á fslandi-
Amtmaður skýrði frá því að hann hefði þröngvað bændum til að sitja áfram a
konungsjörðum í Gullbringusýslu. Fyrrnefnd grein, sem stríddi gegn lands-
lögum, stóð áfram í erindisbréfum sýslumanna. Fjöldi dæma er um áfrarn-
haldandi árekstra og togstreitu milli landeigenda og landseta, t.d. í sambandi
við fjárkláðann 1761 —1780.21 Aftur á móti vitum við oflítið um hvernig fór
15. ÞÍ, Rtk 33.7, IJ B, fsk 691, 6/9 1760.
16. Harald Gustafsson, 52.
17. Sama, 89.
18. ÞÍ, Rtk 33.7, IJ B, fsk 691, 31/1 1761.
19. Lovsamling III, 437 o.áfr.
20. Sjá t.d. Ole Feldbæk, Danmarks historie IV, Köbenhavn 1982, 154-164.
21. Harald Gustafsson, kap. 6.