Saga - 1986, Blaðsíða 279
RITFREGNIR
277
athuganir um næringarhag eða þjóðarbúskap. Þetta er að vísu rökrétt af-
leiðing af skýrri þjóðháttafræðilegri efnismörkun.
Það er líka einkenni á þessum stutta kafla að þar er ógjama alhœft, sjaldan
getið í eyður heimildanna né leitað samanburðar, t.d. milli tímabila eða
landshluta, og enn síður rætt um skýringar á þeim staðreyndum sem fram eru
dregnar. En alhæfingar og skýringar geta auðvitað átt fullvel heima á þjóð-
háttasviðinu, ef menn kjósa þau efnistök. Og að vísu er allmikið af slíku í
verki Lúðvíks ef allt væri í einn stað dregið. En meginþunginn er allur á hinu,
að koma skilmerkilega á framfæri einstökum upplýsingum og frásögnum
heimildanna.
Enda er þar ekki af litlu að taka, því að heimildaöflun Lúðvíks Kristjánsson-
ar er með ólíkindum rækileg. Auk viðtala og bréfaskipta við hundruð
heimildarmanna hefur hann lesið og þaulkannað lygileg býsn heimildarrita,
jafnt prentuð rit og óprentuð, og fer ekki hjá því að miklu fleira hafi verið
kannað en það sem til er vitnað. Einkum hlýtur að vekja athygli hin rækilega
könnun fyrri alda heimilda sem gefur frásögninni, eins og fyrr segir, mikla
sögulega dýpt. Það verður t.d. fróðlegt að sjá, þegar nafnaskráin kemur í
lokabindinu, hve mörg tilefni Lúðvík gat fundið til að vitna í ljóðmæli
Hallgríms Péturssonar. Notkun hans á Jarðabókinni Áma og Páls er ein fyrir
sig meiri háttar rannsóknarverk; fornrit þaulnýtir hann, og þó með nauðsyn-
legum fyrirvörum; Fornbréfasafnið virðist hann hafa orðtekið til hlítar um allt
er sjósókn varðar, sömuleiðis heilu skjalaflokkana frá síðari öldum; og svo
mætti lengi telja. Þessi efnissöfnun er frábært afrek, og úrvinnsla Lúðvíks
lýsir einnig ótrúlega glöggu valdi á hinu geypilega efnismagni.
Sínum augum lítur hver á silfrið, og hlýtur að velta á hverjum lesanda hvers
konar fróðleikur honum þykir merkilegastur eða hvaða kaflar skemmti-
legastir aflestrar. Fyrir sjálfan mig er ég hrifnastur af þeirri gullnámu ís-
lenskrar tungu sem Sjávarhœttir eru. Lúðvík ritar sjálfur fallegt mál og mjög
auðugt, bæði að almennum orðaforða og þó sérstaklega að sjósóknarorðfæri.
Þá gerir hann sér far um að koma til skila einkennandi orðfæri heimilda sinna,
ekki síst hinna munnlegu, þótt í endursögn sé; og fjöldi orðréttra tilvitnana,
bæði í lausu máli og bundnu, eykur enn á fjölbrcytnina. Þar á ofan er orðafar
beinlínis meðal rannsóknarefna Lúðvíks sem hann gerir jafnharðan skil í
öllum efnisþáttum, og sumir undirkaflar eru helgaðir orðaforðanum sérstak-
lega. Og svo eru hinar rækilegu orðaskrár ómetanlegar fyrir lesanda sem vill
gefa orðafarinu gaum sérstaklega.
Helgi Skúli Kjartansson