Saga - 1986, Blaðsíða 309
RITFREGNIR
307
einnig er um að ræða skyldleika við lýsingu í Ævi heilags Nikulásar í handriti
frá um 1400. Sumt af þessu kom m.a. fram í MA ritgerð Elsu, sem hún
skrifaði við háskólann í Seattle 1961, og fjallaði um íslenskan refilsaum á
miðöldum og tengsl hans við annan miðaldaútsaum í Evrópu. Hún hefur nú í
smíðum bók um íslenskan refilsaum, þar sem þessum atriðum verða gerð
nánari skil.
Nánar er fjallað um hver tengsl verða með hannyrðamunstrum og prentuð-
um bókum eftir tilkomu prentlistar, og eru þau rakin með uppdráttum á
útsaumsklæðum frá 16. öld, t.d. altarisklæðinu frá Draflastöðum við tréristu
er prentuð er í Niðarósbókinni (París 1519), en talið er að helgisiðabókin frá
Hólum, Breviarium Holense, fyrsta bók prentuð á íslandi, hafi verið sniðin eftir
henni. Sjá má af varðveittum útsaumi frá síðari tímum að íslenskar hannyrða-
konur hafa þekkt og notfært sér erlend munstur sem eiga rót að rekja til
prentaðra munsturbóka, ítalskra og þýskra, frá 16. og 17. öld. í ritið Gripla III
skrifar Elsa grein er nefnist „Skyldleiki erlendra prentmynda við nokkrar
íslenskar helgimyndir".
Til eru í Þjóðminjasafninu sex íslensk handrit af svokölluðum sjónabókum
með uppdráttum og munstrum til að sauma eftir, auk þess leifar af tveimur,
hið elsta frá 17. öld, hin frá 18. og 19. öld. Rakinn er skyldleiki þessara
munstra við erlendar munsturbækur og hannyrðir, en uppruni sumra er þó
óljós, og telur Elsa að þau kunni að vera af innlendum rótum, t.d. munstur í
sjónabók sem teiknuð er af Jóni Einarssyni bónda í Skaftafelli, en í henni eru
fjórar síður með frjálsum rósamunstrum.
Margt má læra af þessari bók um eigur kirkna á síðmiðöldum, kirkjutjöld,
altarisklæði, klæðnað presta og biskupa við messugerðir, kaleiksklúta og
fontklæði. Hafa altarisklæðin ýmist verið saumuð í lín með mislitu ullarbandi
eða þau hafa verið saumuð með líni eða silki í hnýtt net eða varpaðan
úrraksgrunn, svokallað sprang eða riðsprang, og eru þá ljós að litum og gisin
að gerð. í máldaga frá 1523 er skráður formadúkur með sprang og varp. Af
því má sjá að um þennan saum er talað sem alkunna aðferð á þeim tíma. Er
þetta eitt dæmi um hve margt má læra um sögu lands og þjóðar af hannyrðum
þeim sem varðveittar eru.
Eftirtektarvert er hve fáir stafaklútar hafa varðveist hér, en það voru klútar
tneð sýnishornum af saumgerðum. Hins vegar eru margir slíkir klútar
varðveittir í ýmsum erlendum söfnum. Gefur Elsa mjög sennilega skýringu á
þessu, að algengara hafi verið hér en erlendis að konur ættu aðgang að upp
dregnum fyrirmyndum (á bókum), og einnig kynni að hafa verið horft í
efnisnotkun hér. Einn klútur er til sem ber séríslenskan svip og annar sem
talinn er einstætt afbrigði af þessum sýnishornaklútum, en það er patínudúkur
með ártalinu 1795 frá Brekku í Mjóafirði. Þessum litla hlut fylgir nokkur
töfra- eða helgiblær, svo sem reyndar fleiri kirkjulegum munum sem lýst er í