Saga - 1986, Blaðsíða 363
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1986
361
átt samvinnu við borgina um útgáfu þessarar ritraðar og notið þaðan fjár-
styrks. Á sínum tíma mun þetta samstarf hafa hafizt fyrir tilstilli þáverandi
forseta Sögufélags, Björns Þorsteinssonar, og Páls Líndals, þáverandi borgar-
lögmanns, af hálfu borgarinnar. Síðan áttu þessir aðilar frumkvæði að ráð-
stefnum, sem félagið og borgin stóðu að á Kjarvalsstöðum árin 1974 og 1977,
þar sem flutt voru fjölmörg sagnfræðileg erindi um þróunarsögu borgarinnar.
Þessi erindi voru síðan gefin út í fyrrgreindri ritröð undir nöfnunum Reykja-
vík í 1100 ár og Reykjavík miðstöð þjóðlífs.
Sögufélag er, svo sem öllum er kunnugt, félag, sem tekur til alls landsins,
en ekki einskorðað við Reykjavík eina, hvað meðlimi varðar. Þó er þar alltof
mikið jafnvægisleysi á, eins og í fleiru í þeim efnum hjá landsmönnum. En
það er staðreynd, að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna er búsettur í
höfuðborginni. Sögufélag var stofnað í Reykjavík árið 1902 — á þeim tíma,
þegar bærinn mátti að mörgu leyti kallast „sveitin við sundin" — hér hefur
aðsetur þess verið alla tíð, og vöxtur þess og viðgangur tengdur framþróun
borgarinnar, eins og margt annað. Sögufélag hefur á undanfornum árum lagt
sinn skerf fram til söguritunar þessa borgarsamfélags okkar og borgin hefur
jafnframt viljað eiga þar að nokkra hlutdeild. Slíkt er vissulega ánægjuefni, og
það er ósk okkar í stjórn félagsins, að þetta samstarf megi halda áfram á
komandi tíð. Ég óska Reykjavíkurborg til hamingju með 200 ára afmæli sitt
hinn 18. ágúst á þessu ári.
Fjöldi félagsmanna Sögufélags er svipaður og undanfarin ár, eða um 1500,
þótt allnokkuð skorti á, að tímaritið Saga sé leyst út í póstkröfu af öllum
þessum skráðu félagsmönnum, svo að raunhæf tala er nokkru lægri. Ég vil
sem fyrr hvetja menn til að bregðast vel og fljótt við, þegar Saga — þessi
kjölfesta félagsins — minnir á sig; jafnframt vil ég hvetja alla félagsmenn til að
eignast nýjustu útgáfuritin: Crymogaea og það rit, sem væntanlegt er á markað
á næstunni, Sveitin við sundin — framlag Sögufélags til 200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar. Með því bæta menn góðum sagnfræðilegum ritum við
bókasafn sitt og skapa félaginu öruggari afkomugrundvöll.
Að svo mæltu færi ég félagsmönnum þakkir fyrir þátttöku þeirra í starfi
Sögufélags á undanfornum árum, og það traust, sem þeir hafa sýnt okkur,
sem í stjóm erum, um leið og ég hvet til aukins stuðnings við málefni
félagsins, en það þýðir í raun n.k. aukningu á hlutafé í menningunni, svo að
notað sé nýtízku viðskiptamál. Ég vil þakka stjómarmönnum, verzlunar-
stjóra, ritstjórum Sögu og öðrum starfsmönnum fyrir góða samvinnu á liðnu
stjórnartímabili. Öll óskum við Sögufélagi vaxtar og velfarnaðar á komandi
ámm.“
Reikningar. Heimir Þorleifsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum Sögufé-
lags fyrir árið 1985, sem lágu fyrir á fundinum, undirritaðir af endurskoðend-