Saga - 1986, Blaðsíða 359
Aðalfundur Sögufélags 1986
Aðalfundur Sögufélags var haldinn í veitingahúsinu Duus í Fischersundi
laugardaginn 26. apríl 1986 og hófst kl. 2 e.h. Á fundi voru 75—80 félags-
menn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Minntist hann í upphafi eftirtalinna félagsmanna, sem stjóminni var kunnugt
um, að hefðu látizt frá síðasta aðalfundi. AdolfJ.E. Petersen, fyrrv. verk-
stjóri, Axel Jónsson, fyrrv. alþingismaður, Björn Bergmann, Öxl, A.-Flún.,
Einar E. Ólafsson fararstjóri, Geir Jónasson, fyrrv. borgarskjalavörður, Guð-
mundur Jakobsson bókaútgefandi, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt, Ingi-
mundur Ásgeirsson, Hæli, Flókadal, Jens Hólmgeirsson fulltrúi, Jón Helga-
son, prófessor í Kaupmannahöfn, Marteinn M. Skaftfells kennari, Sigurður
S. Magnússon prófessor, Sigurður Sigurðsson, fyrrv. landlæknir, Pórarinn
Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri. Fundarmenn risu úr sætum til heiðurs minn-
ingu hinna látnu félagsmanna.
Forseti tilnefndi Hrólf Halldórsson sem fundarstjóra og Magnús Guð-
mundsson sem fundarritara.
Skýrsla stjórnar. Forseti flutti yfirlitsræðu um starf Sögufélags frá síðasta
aðalfundi, sem haldinn var 27. apríl 1985. Hinn 13. júní kom stjómin saman
til fundar og skipti með sér verkum skv. félagslögum: Einar Laxness var
endurkjörinn forseti, Heimir Þorleifsson gjaldkeri og Sigríður Th. Erlends-
dóttir ritari; aðrir aðalstjórnarmenn voru Anna Agnarsdóttir og Ólafur
Egilsson; varamenn vom Guðmundur Jónsson og Halldór Ólafsson, og sátu
þeir, ásamt ritstjórum Sögu, Helga Þorlákssyni og Sigurði Ragnarssyni,
stjórnarfundi. Á liðnu stjórnartímabili voru haldnir sjö formlegir stjórnar-
fundir. Afgreiðsla var sem áður í Fischersundi undir daglegri stjórn Ragn-
heiðar Þorláksdóttur, sem lengstum s.l. ár hefur notið aðstoðar Steinunnar
Óskar Guðmundsdóttur, en hún hefur annars haft að aðalstarfi tölvusetningu
hjá félaginu.
Forseti gat um þau rit, sem út komu á stjórnartímabilinu:
Saga, tímarit Sógufélags, 1985, 23. bindi, kom út í byijun nóvember í
ritstjóm Helga Þorlákssonar og Sigurðar Ragnarssonar. Eins og mörg und-
anfarin ár var Saga væn bók að vöxtum, eða 362 bls. Þar voru greinar og