Saga - 1986, Blaðsíða 291
RITFREGNIR
289
Bragi Guðmundsson: EFNAMENN OG EIGNIR
PEIRRA UM 1700. (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 14).
Reykjavík 1985. 111 bls. Töflur, kort, súlurit.
Sagt hefur verið um Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, að hún væri
hið langmerkasta heimildarrit, sem íslendingar eiga um landbúnað
sinn og efnahag. ... Hún er hið fyrsta rit, sem hefur að geyma svo
nákvæmar upplýsingar um kvikfénað bænda, jarðir og býli á íslandi,
að fá má af henni mjög glögga vitneskju um efnahag landsmanna og
hvernig hver jörð var í byrjun 18. aldar. (Jarðabók Áma Magnússonar og
Páls Vídalíns I, bls. v).
Vafalaust geta flestir, sem eitthvað fást við sögu 18. aldar, tekið undir þessi
orð Boga Th. Melsteðs og Finns Jónssonar. Einnig er vert að benda á, að
iðulega er vitnað í Jarðabókina, þegar fyrir dómstólum eru flutt mál, sem
snerta landamerki jarða og hlunnindi, landsnytjar, auðlindir og eignarhald á
landi. En athuganir á Jarðabókinni sjálfri, þeim fróðleik, sem hún hefur að
geyma og hvernig að henni var staðið, eru færri en búast mætti við, því að
heimildir um hana eru fremur aðgengilegar, bæði í prentuðum bókum og
handritum. En undantekningar finnast. Ber þá helst að nefna rannsóknir
Björns Lárussonar á íslenskum jarðabókum, fróðlegan formála Kr. Kálunds að
Embedsskrivelser Árna Magnússonar og grein eftir Pétur Sigurðsson í Skírni
1945 (bls. 204—218). Nú hefur Bragi Guðmundsson lagt sitt af mörkum með
því að forvitnast um eignir auðmanna á íslandi, eins og þær birtast í Jarðabók
Árna og Páls.
Bókin Efnamenn og eignir þeirra um 1700 er ekki stór að blaðsíðutali, en hún
er rík að innihaldi og tvímælalaust afrakstur mikillar vinnu. Um framsetningu
sver hún sig í ætt við rit Bjöms Lárussonar, The Old Icelandic Land Registers.
Rannsóknarefnið er með þeim hætti, að það gefur ekki kost á tilþrifamikilli
frásögn og atburðarás, heldur verður það best kynnt með niðurstöðum einum
asamt skýringum. En með hjálp tölfræði og með töflunotkun, súluritum og
dálitlu hugmyndaflugi er það skoðað frá öllum hliðum, út frá ólíkum
sjónarhomum og metið eftir margs konar kvörðum.
Bókin skiptist í sex meginkafla, en fjórir þeirra greinast síðan í smærri
cmingar. í upphafi hvers kafla er stutt kynning á efni hans, og er það mjög til
hagræðis fyrir lesendur. I fyrsta kafla, sem er inngangur, er gerð grein fyrir
heimildum og sagt frá rannsóknum annarra á svipuðu efni.
í öðrum kafla er rætt um Jarðabókina sjálfa, samningu hennar og heimildar-
gildi.Jarðabókin var gerð á löngum tíma, 1702—1714. Bragi vitnar í bréf, sem
lesið var upp á alþingi 1702, en í því er gert ráð fyrir, að jarðaregistur frá
°llum eignamönnum í landinu hafi borist í hendur þeim Árna og Páli þegar á
n*sta sumri, 1703. f framhaldi af þessu segir Bragi, að ætlunin hafi verið að
19