SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Page 15

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Page 15
8. nóvember 2009 15 Veita á friðarverðlaunin karlieða konu sem hefur „unniðmest eða best að því að stuðla að skilningi allra þjóða, að af- námi fastaherja eða fækkun í þeim og einnig á að veita þau fyrir að efna til friðarráðstefna“. Þannig var þetta orðað í erfðaskrá Alfreds Nobels sem lést 1896. En er rétt og skyn- samlegt að veita umeildum stjórn- málaleiðtogum og jafnvel þjóðhöfð- ingjum verðlaunin? Nú er hart deilt um verðlaun Bar- acks Obamas Bandaríkjaforseta og hvort hann eigi þau skilið. Tveir af fyrirrennurum hans í Hvíta húsinu, Theodore Roosevelt og Woodrow Wilson, fengu verðlaunin og einnig Jimmy Carter, að vísu löngu eftir að hann var horfinn úr embætti. Vangaveltur hafa verið um að Nóbelsnefndin í Ósló hafi veitt Obama verðlaunin til að reyna að blíðka Bandaríkjamenn en stirt hef- ur verið á milli þeirra og Norðmanna um nokkurra ára skeið. Athyglisverð er í því sambandi atburðarásin 1906. Roosevelt fékk þá verðlaunin fyrir að miðla málum í stríði Rússa og Japana 1904-1905 en einnig fyrir að verða fyrstur til að leggja mál fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Ritari norsku Nóbelsnefndarinnar, Geir Lundestad, segir í grein frá 2001 að Roosevelt hafi þó aðallega verið þekktur fyrir nokkuð herskáa stefnu. Þáverandi ritari nefnd- arinnar og ráðgjafi hennar hafi verið mjög á móti því að forsetinn fengi verðlaunin. „Það er því freistandi að velta því fyrir sér hvort bandaríski forsetinn hafi að nokkru leyti hreppt verðlaun- in vegna þess að Noregur, sem var þá nýtt ríki á alþjóðavettvangi [var áður undir konungi Svíþjóðar og þar áður dönskum yfirráðum], „þurfti stóran, vinsamlegan granna - jafn- vel þótt hann sé langt í burtu“, eins og það var orðað í norsku dag- blaði,“ segir Lundestad. Herskáir friðarhöfðingjar Anwar al-Sadat Egyptalandsforseti og Menachem Begin, forsætisráð- herra Ísraels, hlutu verðlaunin fyrir að semja um frið milli ríkjanna 1978. Fannst sumum það undarleg ákvörðun hjá nefndinni; ekki voru þessir tvímenningar beinlínis þekkt- ir friðarhöfðingjar. Nokkrum sinnum hefur gengið svo mikið á að liðsmenn nefnd- arinnar hafa sagt sig úr henni, það gerðist t.d. 1973 þegar utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger og friðarsamningamaður Norður-Víetnama, Le Duc Tho, deildu verðlaunum. Og einn gekk úr nefndinni 1994 þegar Ísraelarnir Yitzhak Rabin forsætisráðherra og Shimon Peres utanríkisráðherra deildu verðlaununum með Yassir Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í kjölfar Óslóarsamninganna. Henry Kissinger Le Duc Tho Yassir ArafatJimmy CarterBarack Obama Oft hefur verið deilt um veitingu friðarverðlauna Nóbels til stjórnmálaleiðtoga Kristján Jónsson kjon@mbl.is Theodore Roosevelt Yitzhak RabinAnwar al-SadatWoodrow WilsonMenachem Begin Verðlaun fyrir frið eða til að friða einhverja? Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 16. nóvember Fyrirlestur 14. nóvember Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is fyrir konur og karla Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og María Kristjánsdóttir lögmaður Námskeiðið er frábær leið til að auka styrk, úthald og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar að takast á við krefjandi verkefni Ég breytti um LÍFSSTÍL og þú getur það líka. Búinn að missa yfir 20 kíló á tveimur og hálfum mánuði og er enn að léttast Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.