SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 15
8. nóvember 2009 15 Veita á friðarverðlaunin karlieða konu sem hefur „unniðmest eða best að því að stuðla að skilningi allra þjóða, að af- námi fastaherja eða fækkun í þeim og einnig á að veita þau fyrir að efna til friðarráðstefna“. Þannig var þetta orðað í erfðaskrá Alfreds Nobels sem lést 1896. En er rétt og skyn- samlegt að veita umeildum stjórn- málaleiðtogum og jafnvel þjóðhöfð- ingjum verðlaunin? Nú er hart deilt um verðlaun Bar- acks Obamas Bandaríkjaforseta og hvort hann eigi þau skilið. Tveir af fyrirrennurum hans í Hvíta húsinu, Theodore Roosevelt og Woodrow Wilson, fengu verðlaunin og einnig Jimmy Carter, að vísu löngu eftir að hann var horfinn úr embætti. Vangaveltur hafa verið um að Nóbelsnefndin í Ósló hafi veitt Obama verðlaunin til að reyna að blíðka Bandaríkjamenn en stirt hef- ur verið á milli þeirra og Norðmanna um nokkurra ára skeið. Athyglisverð er í því sambandi atburðarásin 1906. Roosevelt fékk þá verðlaunin fyrir að miðla málum í stríði Rússa og Japana 1904-1905 en einnig fyrir að verða fyrstur til að leggja mál fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Ritari norsku Nóbelsnefndarinnar, Geir Lundestad, segir í grein frá 2001 að Roosevelt hafi þó aðallega verið þekktur fyrir nokkuð herskáa stefnu. Þáverandi ritari nefnd- arinnar og ráðgjafi hennar hafi verið mjög á móti því að forsetinn fengi verðlaunin. „Það er því freistandi að velta því fyrir sér hvort bandaríski forsetinn hafi að nokkru leyti hreppt verðlaun- in vegna þess að Noregur, sem var þá nýtt ríki á alþjóðavettvangi [var áður undir konungi Svíþjóðar og þar áður dönskum yfirráðum], „þurfti stóran, vinsamlegan granna - jafn- vel þótt hann sé langt í burtu“, eins og það var orðað í norsku dag- blaði,“ segir Lundestad. Herskáir friðarhöfðingjar Anwar al-Sadat Egyptalandsforseti og Menachem Begin, forsætisráð- herra Ísraels, hlutu verðlaunin fyrir að semja um frið milli ríkjanna 1978. Fannst sumum það undarleg ákvörðun hjá nefndinni; ekki voru þessir tvímenningar beinlínis þekkt- ir friðarhöfðingjar. Nokkrum sinnum hefur gengið svo mikið á að liðsmenn nefnd- arinnar hafa sagt sig úr henni, það gerðist t.d. 1973 þegar utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger og friðarsamningamaður Norður-Víetnama, Le Duc Tho, deildu verðlaunum. Og einn gekk úr nefndinni 1994 þegar Ísraelarnir Yitzhak Rabin forsætisráðherra og Shimon Peres utanríkisráðherra deildu verðlaununum með Yassir Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í kjölfar Óslóarsamninganna. Henry Kissinger Le Duc Tho Yassir ArafatJimmy CarterBarack Obama Oft hefur verið deilt um veitingu friðarverðlauna Nóbels til stjórnmálaleiðtoga Kristján Jónsson kjon@mbl.is Theodore Roosevelt Yitzhak RabinAnwar al-SadatWoodrow WilsonMenachem Begin Verðlaun fyrir frið eða til að friða einhverja? Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 16. nóvember Fyrirlestur 14. nóvember Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is fyrir konur og karla Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og María Kristjánsdóttir lögmaður Námskeiðið er frábær leið til að auka styrk, úthald og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar að takast á við krefjandi verkefni Ég breytti um LÍFSSTÍL og þú getur það líka. Búinn að missa yfir 20 kíló á tveimur og hálfum mánuði og er enn að léttast Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.