Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 14

Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 14
Um túlkun orgelverka Bachs. Umræðu um það efni, sem fellst í fyrirsögninni verður seint lokið. Orgelverk Bachs eru "daglegt brauð" allra organista, sem allir verða aftur og aftur að taka til endurskoðunar spurningar um túlkun, greiningu (fraseringu), raddval (registreringu) o.fl. Allir vita að Bach lét frá sér fara mjög fáar leiðbeiningar um hvernig orgelverk hans skulu túlkuð. Því hafa ýmsar "Bach-hefðir" myndast og sett mark Sjtt á skóla og menn. Víðtækar rannsóknir hafa leitt í Ijós mörg atriði varðandi túlkun á verkum hans og skoðanir og skilningur er sífellt að breytast frá ári til árs. Þessvegna er ekkert undarlegt þó bækur og greinar séu skrifaðar þar eð þetta efni er stöðugt skoðað frá nýjum sjónarhól. Það er ekki heldur undarlegt þó tónfræðingar og organistar þingi um þessi mál og greini stórum á hvernig farið skal að og ekki,- Eitt slíkt þing (kolloquium var það nefnt) var haldið i Brandenburg í Þýzkalandi dagana 27. - 29. ágúst 1978. Þátttakendur voru 40, sem með erindum, umræðum og tónleikum fjölluðu um efnið "Túlkun orgelverka Bachs". Hans Gruss flutti erindi um konserta-efni (Concerto-Elementer) íorgelverkum Bachs. Hans-Joachim Schulze fjallaði um eiginhandrit af orgelverkum Bachs, endurskoðun á texta og túlkunaratriði. Christoph Krummacher og Walter Heinz Bernstein fluttu fyrirlestra um "Mat Bachs á orgelum og raddvalsmöguleikum" og "Gamla fingrasetningu og ójafnt spil (inégalité)". Erfitt er að sniðganga síðast nefnda atriðið, þar eð riýr "skóli" hefir á undanförnum árum myndast um það efni, sem e.t.v. verður framlag nútímamanna til að varpa Ijósi á leyndardóm Bach-túlkunar. Hér verða nú dregnar saman nokkrar niðurstöður sem komu fram á þinginu í Brandenburg og Gottfrid Gilles rakti í "Musik und Kirche" nr. 6/1978. 1. Við verðum að þekkja sögulegt samhengi og túlkunarvenjur á tíma Bachs og notfæra okkur þær. 2. "Rétt" túlkun orgelverka Bachs er ekki til, en skynsamlegur grundvöllur finnst með skýringum (analýsum) þá beitt er hugmyndum og aðferðum frá 18. öld. (Konsertaðferð, leikháttur og túlkun). Nokkrir tónvísindamenn stunda nú rannsóknir á þessu sviði. Á Brandenburg-þinginu leitaðist Gruss við að skilgreina fúguna með c-dúr tokkötunni sem konsert-þátt þar sem hér er ekki um hefðbundna fúgu að ræða. Þá hefir slík skilgreining einnig áhrif á raddval og tónborðaskipti og verða þá engin túlkunarvandarnál. 3. Við leik orgelverka Bachs skal hraða í hóf stillt svo að innviðir þeirra fari ekki fram hjá hlustendum. Séu verkin leikin of hratt glatast þýðingarmikið efni í byggingu þeirra. 4. Til að öðlast þann "syngjandi", "talandi" flutning, sem samsvarar því hve þung áherzla var lögð á rétta framsögn sérhljóða og samhljóða í sönglist á 18. öld og gilti einnig um hljóðfæralistina, er algert legato-spil ekki lengur talið við eiga, heldur skal fjölbreytni í þeim efnum, fengin við nákvæma 14 ORGANISTABLADIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.