Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 14
Þarna var gott að koma. Einnig héldum við út í Ágústínerkirkju, þar sem organisti kirkjunnar skýrði út fyrirokkur byggingu þessa stórkostlega orgels og spilaði fyrir okkur. Síðar um daginn fórum við (verzlanir að litast um eftir hljómplötum, nótum, minjagripum o.fl. Meðal annars komum við í gríöarstóra verzlun á mörgum hæðum, fórum þar upp og niður með rennistigum. Ég kunni ekkert of vel viðþað ferðalag, þurfti að passa mig að stingast ekki á hausinn, þegarstiganumsleppti. Um kvöldið fórum við í Staatsoper. - Óperusýning "Lucia de Lammermor". Falleg sýning, söngur og tónlist. - Glæsileg húsakynni. - Ógleymanlegt kvöld. Þriðjudagur 19. júní. Ferð til Salzburgar, en þar var Mozartfæddur, og er húsþað, er hannfæddist í, varðveitt sem minjasafn. Synir hans tveir gáfu húsið, þeir áttu enga afkomendur. Við dvöldum þarna góða stund, létum hugann reika til daga hins ódauðlega snillings. - Það er fallegt ( þessari borg, skógi vaxnar hæðir. Þarna fórum við í gegnum göng, sem lágu gegnum fjall, bæði á bíl, og ígegnum önnurgöng, ætluð gangandi fólki, voru þau vel upplýst. - Iþessariferðsáum viðtil Alpafjallanna, en aðeins í móðu. Á heimleiðinni er komið við ( Oberndorf, er það skammt frá Salzburg, en þar var "Fleims um ból" samið og frumflutt. - Við komum (hús það, er Franz Gruber (höfundur lagsins) starfaði og átti heima í. Áneðri hæðer kennslustofa, frá hans dögum, óbreytt, og er kennt þar enn. Þar komum við fyrst inn. Skólastjórinn þarna sýnir okkur hana fyrst, og segir okkur ýmislegt um höfunda lagsogsálms, en þeir voru góðirvinirog samstarfsmenn. Mohr(höfundursálmsins)var prestur þarna, en Gruber organisti. - A efri hæð er heimili Grubers, varðveitt óbreytt, vinalegt og smekklegt heimili. Stofa, fremur rúmgóð, eldhús og borðstofa sameiginlegt. Þarna ístofunni var "Fleims um ból"sungiðá íslenzku. - Viðsjáum þetta lag í nýju Ijósi, hina djúpu kyrrð, erþarbýryfir. - Þetta varstund, erég hefði ekki viljað missa af. - Enn hefur bæzt ( minningasafnið. Á eftir fengum viö að koma (fjós á bóndabýli, þarna rétt hjá, sáum þar margar fallegar kýr og kálfa, var þarna allt mjög snyrtilegt á að l(ta heima við bæinn. María í Hrísdal talaöi við húsfreyjuna, spurði hana hvort hún mundi eigi koma til Islands, en hún kvað nei við, kvaðst ekki hafa tíma til þess. Miðvikudagur 20. júní. - Frjáls tími fram að hádegi. Klukkan 13 var farið með bíl til Zentralfiedhof, að leiðum Beethovens, Schuberts og Brahms. Einnig er þarna minnismerki Mozarts, en eigi er vitað hvar hann var grafinn. Við leiði Beethovens og Schuberts voru sungin lög þeirra á íslenzku, ,,Leið oss Ijúfi faðir', og ,,Þitt lof, ó Drottinn". Djúp stemning er yfir þessari stund. Hugurinn flýgur aftur (timann, til 29. marz 1827, að útför Beethovens. Mælt er að um 20 þúsund manns hafi fylgt honum til grafar. Grillparzer mesta skáld Austurríkis f þann tíð samdi ræðu er flutt var við gröfina. (Ég get ekki stillt mig um að láta kafla úr henni fylgja hér á eftir). „Þið hafið ekki misst hann. Nú fyrst hafið þið eignast hann. Enginn kemst þessa lífs inn ( höll eilífðarinnar. Líkaminn verður ekki eilífur. Þegar hann er 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.