Organistablaðið - 01.09.1987, Page 22

Organistablaðið - 01.09.1987, Page 22
Neanderkórinn var stofnaður af stjórnanda sínum, Oskar Gottlieb Blarr, fyrir25árum síðan, þegar hann hóf störf sem kantor við Neanderkirkjuna í Dusseldorf. Neander- kirkjan er í miðjum gamla bænum, hún var byggð fyrir u m 300 árum og nafn sitt ber hún af þýska sálmaskáldinu Joachim Neander. Margir sálma hans eru mjög þekktir, m.a. Lofið vorn Drottin. Einleikstónleikar og hádegistónleikar Á hátíðinni var tekin upp sú ánægjulega nýbreytni í kirkjulegu tónleikahaldi hér á landi að halda hádegistónleika. Þetta er alþekkt fyrirbrigði víða í kirkjum erlendis, þar sem haldnir eru slíkir tónleikar vikulega eðajafnvel daglega og þá allt árið um kring og er þá oftast um hreina orgeltónleika að ræða. Hádegis- tónleikarnir skiptust í þrenna kammermúsiktónleika og eina orgeltónleika. Auk þess voru tvennir einleikstónleikar að kvöldi til: Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar og flaututónleikar Manuelu Wiesler. Svo virðist sem að hreinir orgeltónleikar eigi erfitt uppdráttar miðað við aðrar tegundir tón- leika. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að hér á landi eru fá orgel og lítil og flest hver í slæmu ásigkomulagi og/eða lágum gæðaflokki. Auk þess segir það okkur nokkuð um þann aðbúnað sem organistar búa við í kjörum sínum. Við skulum vona að þetta breytist í framtíðinni og okkur takist að kynna org- elið sem hljóöfæri betur og ávinna orgeltónlistinni fleiri áhangendur. Myndlist og leiklist Á hátíðinni voru vatnslitamyndir Snorra Sveins Friðrikssonar við nokkra Passíusálma Hallgríms, sýndar í anddyri kirkjunnar. Meira mætti gera af 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.