Organistablaðið - 01.09.1987, Page 23

Organistablaðið - 01.09.1987, Page 23
slíku í kirkjum og vonandi láta íslenskir myndlistarmenn kirkjulist sig miklu varöa í framtíöinni. Þegar farið verður aö vinna aö listskreytingu innandyra í Hallgrímskirkju gæti verið áhugavert að sjá listaverk eöa líkön af þeim sett upp í kirkjunni í tilraunaskyni. Eins og kirkjan er núna er hún mjög „Calvínsk" að sjá, t.d. enginn róðukross í allri kirkjunni. Því miðurféll niðurfyrirhuguð sýning Leikhússins í kirkjunni á „Kaj Munk". Þessi sýning var einstaklega vel gerð, og vonandi verður framhald á slíkri leikritagerð innan kirkjunnar í framtíðinni. Guðsþjónustur í helgisiðunum mætast trúin og listinog hefur „litúrgían" því stundum verið nefnd „gesamtkunswerk". Því var vel við hæfi að setja messur og bæna- guðsþjónustur inn í dagskrá hátíðarinnar. Það var indælt að taka þátt í „greg- oríanskri" tíðagjörð í öllum einfaldleik sínum og þyrfti að kynna þetta form betur svo fleiri fengju hlutdeild í. Jafnframt mætti hugsa sér viðameira helgi- siðaform, t.d. sem.tíðagjörðeðakvöldmessur, sem hefðit.d. nýja tónlist flutta af kór og söfnuði e.t.v. ásamt hljóðfærum. Er þessu hér varpað fram til umhugsunar, því að guðsþjónustan hlýtur að vera hið miðlæga í starfi okkar sem kirkjutónlistarfólks. Lokaorð Ég vil enn á ný óska aðstandendum Kirkjulistahátíðarinnar til hamingju með áræðið og árangurinn. Vonandi verðurframhald á þessum hátíöum eins og fyrirheit hefur verið gefið um þótt róðurinn hafi verið þungur fjárhagslega í þetta sinn. Hér hefur verið unnið gífurlegt sjálfboðaliðastarf, sem vissulega ber að þakka, en vonandi á eftir að fást nægilegt fjármagn til þessa starfs, því að málið er brýnt og kirkjulist hefur legið allt of mikið í láginni fram til þessa. Þ.E. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.