Organistablaðið - 01.01.1989, Qupperneq 6

Organistablaðið - 01.01.1989, Qupperneq 6
G: - Harmonikuna eignaðist ég 1940. Æ: - Hafðirðu spilað eitthvað áður en þú eignaðist hana? G: - Já, pabbi átti einfalda harmoniku og ég lærði á hana því að hann spilaði. Æ: - Spilaöi hann á þá harmoniku á dansleikjum? G: - Nei, hún var svo lítil, það gekk ekki, en ég eignaðist tvöfalda harm- oniku og fékk tilsögn hjá Hallgrími Kristjánssyni á Kringlu. Hann kom í heim- sókn á vegum sauðfjárveikivarna og var að hlusta féð í sambandi við mæði- veikina og meðan hann drakk kaffið þá sýndi hann mér þetta og það þurfti ekki meira, ég hafði það af eftir það. Harmonikudansleikir Æ: - Spilaðir þú þá eftir nótum? G: - Nei, bara eftir eyranu. Árið 1941 fór ég svo að spila á harmonikuna á böllum fyrst í samkomuhúsinu í Bólstaðarhlíð. Á næstu árum spilaði ég talsvert á böllum og mest í Bólstaöarhlíð, Engihlíð eða í Dalsmynni í Svína- vatnshreppi. Svo spilaði ég oft á Efri-Mýrum og spilaði þar á balli lengst í 14 klukkutíma og til gamans má geta þess að kaupið fyrir allan tímann voru 10 krónur. Það var árið 1942. Eftir að ég flutti til Skagastrandar hélt ég áfram aö spila á harmonikuna á böllum og skemmtunum, og spilaði m.a. oft út í Kálfs- hamarsvík, en þar voru haldnar skemmtanir einu sinni til tvisvar á ári. Þetta voru sumarskemmtanir, sem ég held að Kvenfélagiö hafi staðið fyrir, en ein- hventíma stóð Lestrarfélagið fyrir skemmtun. Hér á Skagaströnd spilaði ég líka oft á jólatrésskemmtunum. Æ: - Spilarðu enn á harmonikuna? G: - Nei, núáégöngva. Þaðerusjálfsagtyfir20ársíðanégseldiþásíð- ustu. Æ: - En hvenær kynnistu orgelinu fyrst? G: - Það var veturinn 1944. Ég var í einn mánuð hjá Guðmundi Sigfús- syni á Eiríksstöðum í Svartárdal og það var öll tilsögnin, sem ég hef fengið. Æ: - Kenndi hann þér að lesa nótur og kannske fingraæfingar? G: - Já, nóturnar, en það varð nú lítið um fingraæfingarnar. Æ: - Nú veit ég að þú hefur verið í kunningsskap viðýmsa kunnaorgan- ista eins og Sigurð ísólfsson, fyrrum Fríkirkjuorganista, þú hefur ekkert feng- ið tilsögn hjá honum? G: - Nei.þegarviðkynntumstsagðisthannalvegverahætturaðkenna. Organisti á Hofi og Höskuldsstöðum Æ: - Oghvenærspilarþúfyrstíkirkju? G: - Það er fyrst í Hofskirkju 1965, þá tók ég þar við af Páli Jónssyni skólastjóra, en var búinn að spila þar eitthvað tvisvar sinnum áður í forföllum. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.