Organistablaðið - 01.12.1994, Side 1

Organistablaðið - 01.12.1994, Side 1
organistabladið l.tbl. Desember 1994 25. árg. Efst á baugi hjá organistastéttinni Organistablaðið kentur nú út eftir langt hlé og ber að fagna því. Til ritstjórnar hefur ráðist Kristján Sigtryggson organisti í Áskirkju og er hann boðinn velkominn til starfa. Langt er frá að hann sé ókunnur félagsmálum organista en eins og ntenn muna var hann for- maður F.I.O. langa hríð og leiddi starf félagsins farsællega. Það senr liæst ber í öllu okkar starfi um þessar mundir eru samningamálin en tillögur að samningi verða lögð fyrir Kirkjuþing og er þeim samningi ætlað að gilda fyrir allt landið. Byggja tillögur þessar á samningi félagsins við Reykjavíkurprófastsdæmi frá 1991, sem nú er útrunninn og reynt hefur verið að sníða af honum þá galla senr reynslan hefur sýnt fram á. Eðlilegast hefði verið að kynna þessi samningsdrög fyrir félagsmönnum sem víðast en til þess vannst ekki tími menn mátu meira að geta látið Kirkjuþing fjalla unt þau nú en það kemurekki saman nema einu sinni á ári. Nú þegar þessi orð eru l'est á blað er ekki vitað hvaða afgreiðslu niálið kann að fá en framhaldið ræðst af því. Mikill tími hel'ur l'arið hjá okkur í erlend samskipti einkum við bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum. Unnið er af krafti að undirbúa næsta norræna kirkjutónlistarmót sem halda á í Gaulaborg í septemberlok 1996. Svíar hafa lagt mikla vinnu í undirbúning þess en þetla mót er áformað að vera með allt öðru sniði en áður hel'ur verið og lögð á það mikil áhersla að gera alla þátttakendur virka þannig að allir sem að kirkjutónlistarmálum vinna, organistar, söngstjórar og kórfólk, mættu finna eitthvað við sitt hæft. Okkar áform er að kynna þetta mót eins vandlega og unnt er og taka síðan llugvél á leigu eina eða fleiri og fjölmenna lil Gautaborgar. Á síðasla starfsári var reynt að korna á fundum sem víðast þannig að stjórnin mætti heyra viðhorf félagsmanna. Það er stefna okkar að halda því starfi áfram einkurn til að heyra álit manna á kjarabaráttunni en auðvitað líka á faglegum málum sem því miður vilja allt of oft verða útundan vegna kjaraumræðunnar. Kjartan Sigurjónsson

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.