Organistablaðið - 01.12.1994, Side 10
fremstu röð og það jafnvel á alþjóðlegan mælikvarða. Slíkir menn hljóta að teljast
til andans og listarinnar afreksntanna. Þetta hefur orðið mér enn Ijósara nú að undan-
förnu við að fara í gegnum handrit og skjöl sem hann lét eftir sig. Páll var hæversk-
ur maður, kurteis og elskulegur í öllu viðmóti, það fann maður af hlýju handtaki hans
þegar hann heilsaði og kvaddi. Slfk framkoma er oft einkenni mikilla listamanna.
Nú er Frobenius-orgelið ekki lengur hér í Dóntkirkjunni. Það bíður þess að verða
endursmíðað og endurvígt í nýrri kirkju í Reykholti í Borgarfirði. Það væri við hæfi
að við nemendurnir færum sem flestir á vígsluhátíðina til heyra aftur í orgelinu í nýju
umhverfi, setjast á orgelbekkinn góða, taka í hljóðfærið og rifja upp minningarnar um
það þegar við sátum við hlið Páls og hann vísaði okkur veginn í áttina að fótskör
annarra orgelmeistara frá liðnum öldum. Sá vegur reyndist okkur, eins og öðru tón-
listarfólki, misjafnlega beinn og misjafnlega breiður.
Á þessum hátíðardögum jafnt sem endranær hugsum við nemendur Páls Isólfssonar
til okkar mikilhæfa kennara með hlýhug, þakklæti og virðingu.
Njcíll SigurðsSon.
ORGANISTABLAÐIÐ
Utgefandi: Félag íslenskra organleikara, Kjartan Sigurjónsson formaður,
ábyrgðarmaður.
Ritstjórn: Kristján Sigtryggsson, Aifhólsvegi 147, 200 Kópavogi,
sími 42558 og 985-32258
Vinsamlega sendið ritstjóra efni í blaðið. Hvers konar upplýsingar um
tónleika eða frásagnir af tónlistarviðburðum eru vel þegnar. Einnig fréttir
af útgáfustarfsemi, svo sem upptökur, nótnabækur o.þ.u.l.
Stjórn F.Í.O.
Kjartan Sigurjónsson, formaður
Hörður Áskelsson, ritari
Kristín Jóhannesdóttir, féhirðir
Meðstjórnendur: Björn steinar Sólbergsson, og Sigrún Steingrímsdóttir
Varamenn: Hilmar Örn Agnarsson og Marteinn H. Friðriksson.
10 ORGANISTABLAÐIÐ