Organistablaðið - 01.12.1994, Page 12

Organistablaðið - 01.12.1994, Page 12
að hafi ekki gefið mikið í aðra hönd. Kynslóð Páls Kr. Pálssonar spurði minnst um laun heldur fórnaði stopulum frístundum fyrir hugsjónina, málefnið kæra sem þessir eldhugar lifðu fyrir. Fyrstu stjórn Félags íslenskra organleikara skipuðu þrír menn og áttu það sameigin- legt auk margs annars að heita sama nafninu og hétu allir Páll. Páll Kr. Pálsson var þeirra yngstur og kveður nú þennan heim síðastur manna úr fyrstu stjórn félagsins. A formannsárum hans var mikið starfað í félaginu og mörg- um stefnumálum þess hrundið í framkvæmd. Það hafði lengi verið á stefnuskrá félagsins að gefa út eigið málgagn. Sá draumur varð að veruleika á formannsárum Páls og fyrsta tölublað „Organistablaðsins“ kom út árið 1968. Félag íslenskra organleikara á Páli Kr. Pálssyni mikla skuld að gjalda og vottar minningu hans virðingu og þökk. Fyrir félagsins hönd sendi ég ástvinum hans öllum einlægar samúðarkveðjur. Kjartan Sigurjónsson Minning Sigríður Jónsdóttir Það var fyrir rúmum fjórum árum að leiðir okkar Sigríðar lágu saman. Bæði höfðum við verið nýráðin til að hefja safn- aðarstarf í nýstofnaðri kirkjusókn, Grafarvogssókn. Það var öllum Ijóst, sem báru ábyrgð á starfi safnaðarins, að það skipti verulega miklu máli hver yrði valinn til að annast orgelleik og kórstjórn við upphaf starfs í söfnuðinum. Margir hæfir umsækjendur sóttu um starfið, en algjör einhugur var um að velja Sigríði til starfans. Sjálf átti hún ekki von á því að verða fyrir valinu, en það segir sína sögu um hógværð hennar í öllum hlutum. Fljótt kom í ljós að Sigga, eins og við kölluðum hana ávallt, laðaði að fólk í kórstarfið. Persónuleiki hennar, öll framkoma hennar laðaði að. Hún lagði sig alla fram og ekki leið á löngu þar til söfnuðurinn hafði eignast góðan kirkjukór. Það virtist ekkert draga úr framförum að allar aðstæður voru næsta frumlegar. Æft var í kennslustofum í Foldaskóla. Þar var gamalt orgel, sem fengið var að láni hjá söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, stigið af krafti og eljusemi. Hinn mikli áhugi og þrot- laus vinna organistans skilaði sér fljótt og hafði góð áhrif á safnaðarstarfið. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.