Organistablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 16

Organistablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 16
Kirkjukórasamband Austurlands 50 ára Kirkjukórasamband Austurlands var stofnað 9. september 1944 á Ketilsstöðum á Völlurn. Stofnendur voru: Sr. Jakob Einarsson, Hofi, sr. Marinó Kristinsson, Valþjófsstað, Jón Vigfússon, organisti Seyðisfirði, Ólafur Hermannsson, organisti Eskifirði, Sæmundur Sæmundsson, organisti Reyðarfirði og Magnús Guðmundsson, organisti Neskaupstað. Fyrstu stjórn skipuðu: Jón Vigfússon, formaður, sr. Marinó Kristinsson, ritari og sr. Jakob Einarsson, gjaldkeri. Síðan þá, hefur sambandið starfað að sameiginlegum verkefnum kirkjukóranna, með nokkrum hléum á milli, svo sem söngmótum, tónleikum, utanlandsferðum o.fl. í tilefni 50 ára afmælisins, gekkst núverandi stjórn sambandsins fyrir kóramóti í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn dagana 16,- 18. september sl. Þar mættu, Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri og Ingveldur Hjaltested, raddþjálfari, ásamt 10 organ- istum og söngstjórum frá kirkjukórum á Austurlandi, til þess að þjálfa kirkjukórafólkið, sem kom frá 12 kirkjukórum, aðallega í þéttbýlissóknum á Þröngt var setinn bekkurinn er 100 manna kór Kirkjukórasambands Austurlands söng viö messu í Egilsstaðakirkju. Stjórnandi: Torvald Gjerde, organisti Stöövarfirði. Við orgelið: Vincent Spencer, organisti Eskifirði, ásamt Hauki Guðlaugssyni, söng- málastjóra. 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.