Organistablaðið - 01.12.1994, Síða 17

Organistablaðið - 01.12.1994, Síða 17
Austurlandi, en göngur voru hafnar í sveitasóknum. Alls tóku rúmlega 100 kórfél- agar þátt í þessu kóramóti. A laugardagskvöldið var kvöldvaka í Kirkjumiðstöðinni. Henni stjórnaði Agúst Armann Þorláksson, organisti Neskaupstað. Margir fleiri organistanna komu þar fram og léku á ýms hljóðfæri af snilli mikilli og kórfélagar sungu þar af hjartans lyst og var það hin ágætasta skemmtan. Á sunnudaginn 18. sepl., lauk svo kóramótinu með messu í Egilsstaðakirkju. Þar söng þessi fjölmenni kór og organistarnir skiptust á að leika og stjórna, bæði í mess- unni og á undan, meðan fólk var að ganga í kirkju. Fjórir prestar þjónuðu í mess- unni. Sr. Kristján Róbertsson, þjónaði fyrir altari og naut aðstoðar sr. Þorgríms Daníelssonar og sr. Carlosar Ferrer, en sr. Einar Þ. Þorsteinsson predikaði. Sálmalög voru úr Grallara Guðbrands Þorlákssonar, í raddsetningum eftir Bach og Mendelsohn, í tilefni þess, að 400 ár eru frá útgáfu Grallarans. I messunni var flutt, sem stólvers: Heill þér himneska orð, eftir Gabríel Fauré, þýtt af Böðvari Guðmundssyni. Þess má geta, að lokasálmur ntessunnarTil þín vorri bæn vér beinum er eftir sr. Sverri Haraldsson, á Borgarfirði eyslri. Eftir messu bauð stjórn sambandsins til afmælishófs í Valaskjálf. Þar söng kórinn lag eftir Guðmund Magnússon, fræðslustjóra á Reyðarfirði, við ljóð Steinþórs Þórðarsonar í Skuggahlíð, sem hann orti í tilefni af vígslu Kirkjumiðstöðvarinnar við Eiðavatn, árið 1991. Þar með lauk þessum söngdögum fólks úr kirkjukórum á Austurlandi, í tilefni 50 ára afmælis sambandsins, sem segja má, að hafi orðið þátttakendum og þeim öðmm, sem nutu, til gagns og gleði, kirkjusöng til eflingar og Drottni til dýrðar. Vissulega hjálpaði hið góða veður þessa septemberdaga og fallegt umhverfi Kirkjumiðstöðvarinnar, til þess að gera þessa daga ánægjulega. Stjórn sambandsins, sem sá urn þetta mót, skipa: Hermann Guðmundsson, Seyðisfirði, formaður, Stefanía Steinþórsdóttir, Hallormsstað, ritari, Elín Gísladóttir, Egilsstöðum, gjaldkeri og meðstjórnendur, sr. Bjarni Guðjónsson, Valþjófsstað og Kristján Gissurarson, organisti, Eiðum. Með bestu afmælisóskum og þökk fyrir samstarf fyrr og nú. Einar Þ. Þorsteinsson 17 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.