Organistablaðið - 01.12.1994, Síða 22

Organistablaðið - 01.12.1994, Síða 22
Aðalfundur F.Í.O. haldinn 3. október 1993 kl. 20.30 í Seljakirkju. Formaður setti fundinn og tilnefndi Kristján Sigtryggsson, fundarstjóra. 1. SKÝRSLA FORMANNS Formaður byrjaði á að geta þess að samkvæmt lögum félagsins ætti að halda aðal- fund í september ár hvert en nú hefði honum seinkað af óviðráðanlegum ástæðum. a) Kjaramál: Mikið hefur verið spurt um launamál hjá Kjartani og Marteini. Síðasta grein kjarasamningsins frá 1991 var mikill áfangasigur og hefur þegar reynt á ýmsa þætti hennar. Breytingar þarf þó að ræða á síðasta samningi t.d. vegna barna- kórastjóra. Brúðkaup eru vangreidd mjög t.d. í samanburði við einsöngvara við sömu athafnir. Formaður velti ýmsu fyrir sér með tiliti til atvinnuöryggis. Eru organistar nauðsyn- legir í kirkjum? Á að lögvernda starfsheitið? Vegna lélegrar fundarsóknar er spurningin hvort kjósa eigi fulltrúa í hverju prófast- dæmi sem kæmu á aðalfund til að tryggja samband við organista í hinum dreifðu byggðum landsins. b) Vígsla orgels í Hallgrímskirkju: Félagið mannaði tvenna tónleika á dag í 5 daga í tilefni vígslu hins stóra Kleis-orgels í Hallgrímskirkju. Á vígsludegi þess 13. desem- ber 1992 voru vígð tvö önnur orgel, í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og á Neskaupstað. c) Organistablaðið: Ritnefnd hefur sagt af sér og þarf að skipa aðra nefnd hið fyrsta vegna næsta blaðs sem tileinkað verður 100 ára afmæli Páls Isólfssonar. Vegna 100 ára afmælis Páls lagði formaður til að félagið standi fyrir orgeltónleikum, þar sem nokkrir gamlir nemendur Páls leika og aðrir minnast hans í orðum. Einnig lagði formaður til að stofnaður verði sjóður í minningu Páls til styrktar orgelnemum og orgelleikurum. Fundargerð síðasta fundar: Hörður Áskelsson, ritari stjórnar, las upp fundargerð síðasta aðalfundar. Var hún borin upp og samþykkt. 2. REIKNINGAR Kristín Jóhannesdóttir, gjaldkeri, las upp reikninga félagsins og útskýrði þá. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.