Organistablaðið - 01.12.1994, Síða 23

Organistablaðið - 01.12.1994, Síða 23
3. UMRÆÐUR UM FRAMANGREINDA LIÐI Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu formanns og reikninga. Smári Olason spurði hvenær reikningar skyldu berast lil endurskoðenda félagsins skv. lögum og kom í ljós að þeir höfðu borist honum of seint. Gerði hann einnig athugasemd við að þeir hefðu ekki verið skoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Smári lagði fram fylgibréf með rekstrarreikningum félagsins. Einar Sigurðsson óskaði eftir því að fjöldi félagsmanna og útistandandi gjöld kæmu fram á reikningum. Helgi Bragason stakk upp á því að eignir félagsins svo sem bækur o.fl. kæmu einnig fram á reikningum. Formaður svaraði athugasemdum um styrkveitingar. Sagði hann hafa borist untsóknir sem reynt hefði verið að afgreiða, en það væri alveg rétt að reglur um þessa hluti vantaði, þar eð félagið hefði ekki átt peninga fyrr en síðustu ár. Glúmur Gylfason spurði hvort fylgst væri með því að félagsmenn greiddu sín gjöld og hvort þeir hefðu atkvæðisrétt ef þeir hefðu ekki greitt gjöldin. Gjaldkeri sagðist reyna að senda gíróseðla vegna allra sem eru í 1/2 starfi eða minna. Sagði hún félags- gjöld hafa borist mjög ört síðasta vor, en sagðist ekki hafa getað ýtt mjög á fólk í vor að borga í félag sem ekki kæmi út nema 1 blaði á ári, í stað 3 eins og þó stæði í lögum. Gjaldkeri gerði ennfremur grein fyrir listum yfir félagsmenn og greiðslum þeirra og sagði erfitt að áætla útistandandi skuldir, þar sem ekki væri skylda að vera í stéttarfélagi. Smári Ólason gerði eftirfarandi tillögu um fyrirliggjandi skuldalista fyrir hvern aðal- l'und: Aðalfundur F.Í.O. 03.10. 1993 samþykkir að með reikningunt félagsins á aðalfundum hverju sinni liggi frammi skrá yftr skuldlausa félagsmenn. Einnig liggi frammi yfir- lit um þær kirkjur sem greiða laun fyrir organistastörf en hafa ekki skilað félagsgjöld- um afþeim störfum til F.I.O. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri lagði nú til að gert yrði kaffihlé og gerðu kaffiþyrstir fundarmenn sér gott af jreim veitingum sem í boði voru. 4. KJARAMÁL Helgi Bragason sagði frá nefndarstörfum í Kjalamesprófastdæmi vegna kjaramála og lýsingar á störfum organista. Lagði hann fram greinargerð og útskýrði hana. Lagði hann áherslu á að þetta væri starfsháttaplagg en ekki kjarasamningur. Lýstu menn almennt ánægju sinni með þessa greinargerð og urðu um hana allmiklar unrræður og þá m.a. um það hver á að ráða því hvaða tónlist er flutt í kirkjunni. A organisti eða sóknarnefnd eða e.t.v. presturinn að ráða því hvaða tónleikar eru haldnir i kirkjunni eða á organistinn að bera ábyrgð á allri tónlist sem llutt er innan veggja kirkjunnar? 23 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.