Organistablaðið - 01.12.1994, Side 26

Organistablaðið - 01.12.1994, Side 26
Björn Steinar beindi því til stjórnar að standa fyrir félagsfundum í hverjum lands- fjórðungi, enda sýndi lengd þessa fundar þörf á umræðu innan félagsins um hin ýmsu mál. Helgi studdi þetta og bar upp tillögu til stjórnarinnar unt að: Stjórn F.Í.O. fari fram á það að organistar í öllum prófastsdæmum landsins velji sér fulltrúa, sem yrði tengiliður stjórnar urn alla landsbyggðina. Næsta starfsár verði notað í samráði við söngmálastjóra til að efla tengsl félagsins við organista lands- byggðarinnar m.a. með samvinnu þessara fulltrúa. Sigurbjörg benti á söngmálafulltrúa sem eru tengiliðir söngmálastjóra út í prófasts- dæmin og kom þá upp sú hugmynd að e.t.v. væri heppilegt að þetta væri í höndum sömu manna. Eftir nokkrar umræður var tillaga Helga samþykkt. Samþykkt var tillaga frá Kristínu, gjaldkera, um að félagsgjöld verði með sama hætti og áður, Smári lagði fram eftirfarandi tillögu um mat á starfshæfni organista: Eg undirritaður vil leggja fram tillögu um það að komið verði upp sérstöku matskerfi til að meta hæfni þeirra sem sækja um organistastöður. Metin verði hæfni um- sækjenda í þremur greinuin: a) orgelleikur, B) litúrgísk þekking, c) kórstjórn. Vægi einstakra þátta til heildareinkunnar eða punktafjölda mætti vera: a) 40%. b) 30% og c) 30%. Miðað sé við lokapróf í 3. áfanga frá Tónskóla þjóðkirkjunnar sem lágmarkskröfur til þess að umsækjandi sé talinn hæfur. Vanti einhverja þætti þar upp á sé viðkomandi umsækjandi skyldaður til þess að ljúka prófi í þeim greinum frá Tónskóla þjóðkirkjunnar til þess að hægt sé að fastráða hann sem organista. Miðað sé við lokapróf í 3. áfanga eða hliðstæð próf sem 100 punkta í hverjum lið, A- próf frá Þýskalandi eða hliðstæð próf séu metin sem 200 punktar í hverjum lið. Einstaka liði sé ekki hægt að meta hærra en það. Önnur próf séu metin í samræmi við þessa viðmiðun. Starfsreynsla án prófa geti aldrei verið metin meir en 60% af lágmarkskröfu og fyrst eftir 5 ára starfsreynslu í a.m.k. 50% starfi. Viðmiðun miðist alltaf við löggilt mat frá menntamálaráðuneytinu, annað hvort mat sem framhaldskólakennari eða tónlistarkennari. Að lokum vil ég leggja til að það sé skylda að leggja fram staðfest ljósrit á prófum við mat um hæfni, eða sýna matsnefnd félagsins frumrit. Einnig séu prófskírteini eða önnur gögn á öðrum málum en norðurlandamálum, ensku eða þýsku lögð fram með þýðingu frá löggildum skjalaþýðanda. Smári Ólason. 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.