Organistablaðið - 01.12.1994, Page 27

Organistablaðið - 01.12.1994, Page 27
Miklar umræður urðu unr tillöguna og þó aðallega um erlenda tónlistarmenn sem hafa fengið störf hér, þar eð ekki er nóg af íslendingum til að fylla lausu störfin. Samþykkt var að vísa tillögu Smára til stjórnar. Söngmálastjóri gerði að tillögu sinni að haldinn verði félagsfundur 12. des. n.k. kl. 17.00 í tengslum við vígslu nýs orgels í Áskirkju og þar verði rætt sérstaklega um endurbyggingu gamla dómkirkjuorgelsins og stuðning við þá framkvæmd. Var þessari tillögu einnig vísað til stjórnar. Á fundinn mættu 25 félagar. Eftir langan og strangan fund sleit formaður loks samkomunni kl. 00.45 þann 4. október. Sigurbjörg Helgadóttir fundarritari. Aðalfundur F.Í.O. 14.10. 1994 kl. 16.00 í safnaðarheiniili Dónikirkjunnar. / Formaður setti fundinn og tilnefndi Smára Ólason fundarstjóra. II Hörður Askelsson las fundargerð síðasta aðalfundar. III - Kjartan Sigurjónsson hafði orð á því að mörg ntál síðasta fundar væru ekki í höfn. - 6 stjórnarfundir (símafundir) voru haldnir á árinu. - F.I.O. stóð fyrir orgeltónleikum vegna 100 ára afmælis Páls Isólfssonar þar sem nemendur hans komu frarn. - Fundarmenn risu úr sætum og minntust Páls Kr. Pálssonar organleikara sem lést á síðasta ári. - Á síðasta aðalfundi var lagt til og samþykkt að haldnir yrðu félagsfundir í hverjum landsfjórðungi og urðu þeir þrír. - Norrænt samstarf: Hörður og Kjartan fóru a fund í Gautaborg þar sem fjallað var um samnorrænt kirkjutónlistarmót sem haldið verður í september 1996 í Gautaborg. Hörður fjallaði nánar um þetta mál síðar á fundinum. - Fundur barnakórstjóra við kirkjur var haldinn í nóvember á síðasta ári þar sem rætt 27 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.