Organistablaðið - 01.12.1994, Page 28

Organistablaðið - 01.12.1994, Page 28
var um hvort þeir ættu að vera félagar í F.I.O. eða aukafélagar. Þeir kjósa að vera full- gildir félagar en þessu máli er ekki lokið. Kjartan Sigurjónsson fór á fundinn sem fulltrúi organista. -Verið er að vinna að samningi fyrir organista á öllu landinu. Kjartan, Marteinn og Kristján eiga viðræður við biskupsskipaða nefnd um þessi mál. Engar tillögur hafa verið bornar á borð. - 25. september s.l. var haldinn fundur með formanni dagskrárnefndar samnorræna kirkjutónlistarmótsins. Sá kom frá Gautaborg. - Formaður þakkaði öllum þeim sem lagt hafa stjórninni lið, á síðasta starfsári, fyrir góðar viðtökur. IV Kristín Jóhannesdóttir gjaldkeri bar upp reikninga félagsins. Þeir voru samþykktir mótatkvæðalaust. V Umrœður um framangreinda liði - Skýrsla síðasta aðalfundar borin undir atkvæði og sainþykkt. - Örn gerði athugasemd við rekstrarreikning þ.e. kostnað vegna organistablaðs sem aldrei kom út. Þetta er sem sagt skuld frá því í fyrra. Skýrsla gjaldkera borin undir atkvæði og samþykkt. - Spurt var um minningarsjóð Páls Isólfssonar. Ritari og meðstjórnandi sögðu að verið væri að vinna að því máli. - Einnig var spurt um matsgerð fyrir organista. Hún verður gerð í sambandi við nýja samninga. - Spurt var hvort til væri listi yfir skuldara félagsgjalda. Sá listi er til. - Því næst var skýrsla formanns borin upp og samþykkt mótatkvæðalaust. - Björn Steinar lagði til að fundargerð síðasta aðalfundar yrði borin upp strax eftir lestur hennar. Stutt fundarhlé var gert til að sýna danskan orgelbekk fyrir bakveika organista. VI Norrœnt kirkjutónlistarmót 1996 Hörður Askelsson sagði frá undirbúningi þess. Haldin hafa verið mót fjórða hvert ár til skiptis í ýmsum borgurn Norðulranda. Ný tónlist hefur verið ilutt og organistar þátttakendur. Síðast var mótið haldið hér í Reykjavík 1992. Nú hafa komið upp nýjar hugmyndir. Svíar kynna þetta sem „symposium" en ekki mót og verður það haldið í Gautaborg 26. - 29. september 1996. Reynt verður að höfða til fleiri áheyrenda og þátttakenda. Stefnt verður að því að tífalda þátttakendafjölda. Síðast voru u.þ.b. 80 manns með flytjendum. Nú á ekki eingöngu að kynna kirkjutónlist heldur kirkjutón- 28 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.