Organistablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 29

Organistablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 29
list sem er útbreidd - mikið notuð í hverju landi fyrir sig. Komið var á undirbúnings- fundi og organistar beðnir um að koma með valin tónlistardæmi sem voru síðan flokkuð niður. 1) Fyrir samkynjaraddir 2) létt tvíröddun 3) meðallétt tvíröddun 4) þríröddun 5) Taize-söngur 6) þjóðleg kirkjutónlist og fleira. Þarna var athyglisverð kynning frá hverri þjóð. Efnið verður síðan gefið út og því dreift. Ekki verður ein- göngu flutt mikið notað efni, ný tónlist verður h'ka kynnt. Mótið hefst á fimmtudegi e.h. Hátíðin verður sett kl. 18:00 í Dómkirkjunni í Gautaborg. Um kvöldið verða tón- leikar í Tónleikahúsi Gautaborgar þar sem flutt verður Oratóría eftir Olsson. Kennsla fer fram í Nýja Tónlistarháskólanum í Gautaborg. „Symposium“ lýkur með hámessu kl. 11:00 í Dómkirkjunni. Námskeið í barokktónlist verður haldið í tengslum við mótið þar sem Andrew Parrott verður leiðbeinandi. Þeir sem hafa hug á að sækja það mæti einhverjum dögunt áður en mótið hefst. Mikil undirbúningsvinna er framundan. Skipa þarf nefnd til að velja efni sem við leggjum til. Það efni verður svo gefið út. Tillaga kom frá Jóhanni að kynna þyrfti fyrir organistum og kórum um allt land þessa ferð og niöguleika á þátttöku. Einnig þarf að kynna verkefnin mjög vel. Marteinn tók undir þessa tillögu og sagði það nauðsynlegt að senda organistum og kórum sérstakl bréf með upplýsingum um mótið. Að öðru leyti kynna Svíar mótið. Æskilegt væri að við leigðum okkur flugvél og fylltum hana af kirkiutónlistarfólki þann 26.09.1996. Umræður hófust um fjármögnun og önnur praktísk mál. Björn Steinar benti á Nomus sem hægt er að sækja til. Helgi Bragason taldi ráðlegt að sækja í sem flesta sjóði til styrktar - ekki bara í félagsgjöld organista. VII - Marteinn Friðriksson sagði frá starfandi kjaramálanefnd þar sem í situr meðal annarra Bragi Friðriksson. - Hver er ábyrgð organista/prests? Það er æskilegt að organisti beri ábyrgð á öllum tónlistarflutningi safnaðarins. -1 fyrra kont fram tillaga frá Smára Olasyni um hvernig meta ætti organista til launa. Ákveðnar prósentur fyrir hvern þátt starfsins og hæfni organista til þeina þátta, þ.e. orgelleiks, kórstjórnar og litúrgíu. - Mikil og löng umræða varð um barnseignarleyfi organista. Gróa Hreinsdóttir sent var organisti í Ytri-Njarðvíkurkirkju telur að brotið hafi verið á sér í þeim efnum. Henni var sagt upp störfum þegar hún var barnshafandi og þökkuð vel unnin störf. Laun fékk hún ekki áfram. En þess ber að geta að Gróa var í fullu starfi annars staðar sem kennari. Lagt var til að málið yrði athugað. - Oddný Þorsteinsdóttir benti á að ákvæði um barnsburðarleyfi væru ekki nógu skýr 29 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.